Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2009 Maí

30.05.2009 14:23

Hrannar frá ÞorlákshöfnHrannar býr yfir yndislegu geðslagi, mikilli mýkt og vilja. Mjög rúmur á öllum gangtegundum, með eðlisgóðan höfuðburð og mikið fas. Vel ættaður undan Orra frá Þúfu og Koltinnu frá þorlákshöfn. Koltinna hefur gefið mikla gæðinga og er undan Kolskeggi frá Kjarnholtum og 1 verðlauna Höfða-Gustsdóttur.
Fyrstu afkvæmi Hrannars hafa það sameiginlegt umfram annað að hafa góða frambyggingu og útlit, gott ganglag og einstakt geðslag.
Hrannar verður í húsnotkun í Hafnarfirði fyrripart sumars en verður fyrra og seinna gangmál í Norður-Götum, þar sem hann tekur á móti merum.Ætt Hrannars:

F: Orri frá Þúfu  IS1986186055
FF: Otur frá Sauðárkróki  IS1982151001
FM: Dama frá Þúfu  IS1983284555
M: Koltinna frá Þorlákshöfn  IS1992287199
MF: Kolskeggur frá Kjarnholtum 1  IS1989188560
MM: Tinna frá Svignaskarði  IS1983236011Kynbótadómur:

Sköpulag

Höfuð
Háls/herðar/bógar 
Bak og lend
Samræmi
Fóragerð
Réttleiki
Hófar
Prúðleiki
8.49       

8.5
9
8
8.5
8
7.5
9
8
Kostir

Tölt
Brokk
Skeið
Stökk
Vilji og geðslag 
Fegurð í reið
Fet
Hægt tölt
Hægt stökk 
8.59

8.5
8.5
9.5
6.5
9
8.5
8
8
8


Kynbótamat hæst metnu afkvæma:    117

Kynbótadómur hæst dæmsu afkvæma:   7.88 Aðaleinkunn

Fjöldi skráðra afkvæma:   61


GÖTUR - Hrossarækt
Criadores profesionales

Tel: +354 482 4461
gsm: +354 861 2930
gotur@gotur.is
www.gotur.is

29.05.2009 18:18

Orðsending frá gjaldkera

Kæru félagsmenn
 
   Einhverjir hafa kannski orðið þess varir og sumir fengið ítrekunarbréf frá bankanum vegna ógreiddra félagsgjalda sinna. Þykja bréfin harðorð og hefur borið á viðkvæmni í þess garð en verð ég að viðurkenna að sjálf hef ég ekki séð bréfin, (sem eru reyndar stöðluð frá bankanum), svo ég get ekki metið beinskeytni þeirra. Ég hafði beðið um það sérstaklega í ár að engin kröfubréf yrðu send af hálfu bankans og hafði ég hugsað mér að ýta sjálf við þeim sem "gleymt" hefðu að greiða gjöldin sín, það var liður í sparnaðar átaki sem nú er greinilega fallið um sjálft sig.
  Mannleg og tæknileg mistök í bankanum urðu þó til þess að beiðni minni var ekki fylgt eftir og harma ég það sérstaklega að bréf voru send á heiðursfélaga sem hafa val um að borga félagsgjöldin vegna aldurs síns en aðrir hafa nú kannski átt það skilið þó vegna gleymsku sinnar. Það hefur ringt yfir formanninn okkar kvörtunum sem er jú fullskiljanlegt og höfum við nú sent bréf þessu til útskýringar og afsökunar til heiðursfélaga okkar og vonumst til þess að fólk sýni þessum aðstæðum skilning en mig langar að benda á að oft er betra að leita útskýringa áður en ásökunum er sleppt út í loftið.
 
Með kveðju
Vilborg
Gjaldkeri

25.05.2009 19:57

Reiðskólar Sindra

 
Reiðskólar Sindra verða í ár dagana 5. júní til 11. júní í Skálakoti og í Vík 7.júní til 13. júní. Reiðskólinn er fyrir alla krakka frá 6 ára aldri (fædd 2003) og kostar námskeiðið kr. 7.500.-, systkynaafsláttur er krónur 1.000.- fyrir félaga í hestamannafélaginu kostar kr 6.500.-.
 
Skráning í reiðskólann í Skálakoti er hjá Dóru
á e-mailið dorag@hive.is eða í síma 895-5738
 
en skráning í reiðskólann í Vík er
á e-mailið isbud@simnet.is hjá Vilborgu
og hjá Óskari í síma 866-1021
 
Skráning fyrir Skálakot er opin til mánudagsins  1. júní en til miðvikudagsins 3. júní vegna Víkur.
Við biðjum fólk að virða það við okkur að vegna mikillar þátttöku undanfarin ár höfum við ákveðið að taka ekki við skráningum eftir þann tíma, því er um að gera að vera tímanlega í því að ákveða sig.

Skráning er svo tekin gild við greiðslu þátttökugjaldsins.
 
Með kveðju
Reiðskóla- og æskulýðsnefnd hmf. Sindra

22.05.2009 20:07

Harðjaxlar á ferð

Hópur vaskra manna er þessa dagana að fara ríðandi, gömlu póstmannaleiðina, frá Höfn í Hornafirði til Selfoss. Ætlunin er að fara yfir öll vatnsföll á leiðinni en sneiða framhjá öllum brúm og þess háttar óþarfa. emoticon
Þeir kalla sko ekki allt ömmu sína eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Jónas í Fagradal tók kl. fjögur, aðfararnótt 21. maí, þegar hópurinn sundreið yfir Breiðamerkurlón á Breiðamerkursandi. Þetta hefur aldrei fyrr verið gert að sögn heimamanna, en þjóðleiðin var á jökli fyrir innan lónið hér áður fyrr.
Áætluð ferðalok eru um Hvítasunnuhelgina.


Reksturinn kominn rúmlega hálfa leið


Alveg að komast á þurrt


Eftirreiðin á miðri leið


Líklega hrollkaldir að komast upp á bakkann


Hermann og félagar í viðtali eftir afrekið


Eitthvað blotnuðu þeir og eru sumir þarna að vinda úr fötunum utaná sér


Reiðskjótarnir fengu gott í kroppinn eftir átökin


Vaskir menn

22.05.2009 18:55

Katla frá Eyjarhólum

Þann 19. maí kom annað folaldið þetta sumarið í Eyjarhólum


Perla frá Eyjarhólum kastaði fyrsta folaldinu sínu, brúnskjóttri meri sem verður trúlega grá. Hér er hún rétt 2ja tíma gömul.


Daman er undan Kletti frá Hvammi sem sést langar leiðir á þessum skemmtilega kúfótta lit.Hún var ekki að kippa  sér upp við það að mamma hennar væri í fótsnyrtingu og kúrði bara í hálminum á meðan.

19.05.2009 11:59

Framtíð frá Eyjarhólum

Þann 13. maí fæddist fyrsta folald sumarsins í Eyjarhólum.Mamman er hin 20 vetra Folda frá Eyjarhólum og faðirinn Ægir frá Litlalandi.
Hann hefur greinilega ekki verið að slóra við vinnuna sína heldur bara difið í að fylja merarnar, sem komu til hans, fljótt og vel.Þetta er ljósmoldótt merfolald sem hlaut nafnið Framtíð eftir miklar vangaveltur

06.05.2009 11:16

Hryðja frá Suður-Fossi

Hún Hjördís á Suður-Fossi sendi okkur rosalega skemmtilegar myndir af henni Hryðju litlu sem kom í heiminn í hríðarveðri þann 4. maí
Mamman er Skerpla frá Tungufelli og hún er undan Kolfinni frá Kjarnholtum en pabbi Hryðju er sjálfur Ægir frá Litlalandi. emoticon


Hér er hún að koma í heiminn emoticon


Stoltur eigandi að skoða gripinn


Daman farin að braggast

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 183
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137952
Samtals gestir: 174216
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 13:57:15