Jæja Sindrafélagar nær og fjær.
Þá er komið að því að við lagfærum hlaupabrautina..
Og nú kemur til ykkar kasta. Búið er að rista fyrir þökum á brautinni en þær liggja þar enn og nú þarf að hafa snör handtök til að fjarlægja þær af brautinni. Bæði svo þær fari ekki að róta sig aftur og einnig svo að hægt verði að vinna brautina fyrir mótið okkar í júní.
Við ætlum að hittast á fimmtudaginn 16. apríl frá kl 17:00, það þurfa ekki allir að mæta á sama tíma og ég veit að einhverjir komast ekki fyrr en eftir kvöldmat. Við höfum birtuna alla vega fram til kl 21 svo það ætti að vera vel hægt að framkvæma eitthvað á þessum tíma.
Nú skora ég á ykkur öll Sindrafélagar að leggja ykkar af mörkum svo við getum bætt völlinn okkar. Þó þú komist ekki nema í klukkustund þá hefur það sitt að segja. Guðný á Hvoli ætlar að lána okkur pallettur til að setja þökurnar á þannig að fólk getur mætt og tekið til hendinni í smá stund og farið svo...
Ef einhverjum vantar þökur þá getið þið fengið þær keyptar á 100 rr fermeterinn, sem eru tvö stk.
Hlakka til að sjá ykkur öll á fimmtudaginn 16. apríl
Munið að margar hendur vinna létt verk.
f.h stjórnar
Petra Kristín Kristinsdóttir
Formaður