Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2009 Apríl

29.04.2009 22:37

Síðasti dagur reiðnámskeiðs

Minni þátttakendur, á reiðnámskeiði hjá Magga Lár, á að síðasti kennsludagurinn er núna á laugardaginn 2. maí. Byrjað verður stundvíslega kl. 9.
Í hádeginu verður svo enn ein gómsæta súpan hans Sindra í Eyjarhólum og sér til þess að allir verði endurnýjaðir að kröftum og áhuga seinni part dags.

Kveðja
Dóra

28.04.2009 13:57

Firmakeppni

Síðasta laugardag var Firmakeppni Sindra haldin á Sindravelli við Pétursey.
Þáttakan var gríðarlega góð, 63 hross kepptu og seld voru 107 firma emoticon
Það fór ekki framhjá neinum að nú standa yfir heilmiklar framkvæmdir á vellinum okkar en keppendur og fákar þeirra létu það nú ekki trufla sig í einbeittri keppni.

Þetta árið var ákveðið að gera töluvert meiri kröfur til bæði knapa og hesta með því að fara fram á að þau riðu fyrirfram ákveðið prógram.  En þar sem þáttakan var svona mikil teygðist nokkuð á mótinu og höfðu hörkutólin sem komu ríðandi frá Vík nokkrar áhyggjur af því að komast ekki heim fyrir myrkur. emoticon  En það leystist allt farsællega og allir komust, sem betur fer, heilir á áfangastað.

Ég verð að taka það fram enn og aftur hvað unga fólkið okkar er duglegt og orðnir miklir reynsluboltar í keppnum. Vonandi halda þau þessu sem flest áfram langt fram á fullorðinsárin. emoticon

Kveðja
Vefstjóri

22.04.2009 12:40

FIRMAKEPPNI SINDRA

Jæja góðir Sindrafélagar.
Næstkomandi laugardag (25.Apríl) verður Firmakeppni Sindra haldin á Sindravelli.
Keppni hefst stundvíslega kl 14. Hægt er að skrá sig á netfangið dorag@hive.is til miðnættis á föstudag. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum á laugardaginn.
Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, kvenna-, karla- og unghrossaflokki.
Hross í unghrossaflokki þurfa að vera fædd 2004 og 2005 og IS-númer gefið upp við skráningu.
Þar sem að margir hafa komið að máli við mótanefnd um að gera eitthvað meira úr firmakeppninni en vetrarmótunum. þá var ákveðið á fundi hjá mótanefnd að setja upp einfalt prógram fyrir keppendur sem stýrt yrði af þul.
Hér fyrir neðan sjáið þið þetta prógram. 

Börn
Milliferð tölt eða brokk
 
Unglingar
Hægt tölt
Milliferð tölt eða brokk
Yfirferð tölt eða brokk
Riðið upp á báðar hendur
 
Fullorðnir
Hægt tölt
Milliferð tölt eða brokk
Yfirferð tölt, brokk eða skeið
Riðið upp á báðar hendur
 
Unghross
Fara á sínum gangi og upp á báðar hendur
 
Þulur stýrir og tekið verður á grófri reiðmennsku

Mótanefnd.

17.04.2009 11:57

Fleiri hendur takk

Sælir félagar
 
Byrjað er af krafti að fletta þökunum upp af skeiðvellinum okkar, verkið er rétt rúmlega hálfnað en fleiri hendur væru vel þegnar í málið. Á "vinnudaginn" okkar í gær mættu 8 manns en af þeim voru 6 stjórnarmeðlimir og áhangendur, við ætlum að fara aftur í kvöld kl 19:30 og væri frábært ef einhverjir sæju sér fært að koma og fletta nokkrum þökum af, unglingarnir okkar eru fullgildir í þetta mál og gæti unnist mjög hratt ef fólk liti þó ekki nema væri örlítið við. Enn á þó eftir að skera 3 metra af vellinum og það verður gert á laugardagsmorgunn, þeir sem ekki geta mætt núna eru því velkomnir í byrjun næstu viku þegar þeim hentar til að flýta verkinu málið er einfalt þökunum er svipt af vellinum og staflað á pallettur. Það kom í ljós í gær að besta verkfærið eru guðsgafflarnir ( hendurnar)  og góðir hanskar, kvíslin er alveg óþörf. Enn gæti vantað pallettur og væri frábært ef einhver vissi um nokkrar sem hægt væri t.d. að flytja útúr á hestakerru.:-)
 
Með kveðju f.h stjórnar
Vilborg

15.04.2009 14:13

Vinnudagurinn 16. apríl

Sæl aftur öll saman
 
Nú er vinnudagurinn á morgun á Sindravelli og eins og auglýst var í gær er hann frá kl 17:00 og fram eftir kvöldi en fólk mætir bara þegar það getur í þann tíma sem það getur. Við erum núna að vandræðast með það að við eigum hugsanlega ekki nógu margar pallettur undir allt saman en það þarf c.a 150 stk. ef einhver ykkar hefur tök á að koma með pallettur væri það frábært. Það sem hinsvegar væri enn betra er að einhver ætti gamla heykvísl aftan á traktor því á hana væri hægt að stafla þökunum og keyra bara beinustu leið með þær í norðaustur hornið og væri það enn minni vinna, Guðný á eina slíka en fyrir hana vantar eldri traktor sem tekur hana. Vinsamlegast látið vita á þetta e-mail isbud@simnet.is eða í síma 867-1486 (Vilborg) ef þið hafið einhverja lausn á þessu máli. Svo væri heillaráð að mæta með kvísl til að tína upp þökurnar 3ja tanna er víst það allrabesta að sögn þökusérfræðingsins emoticon
 
Með kveðju og von um skjót viðbrögð emoticon
 
Vilborg

14.04.2009 15:12

Vinnudagur 16. apríl

Jæja Sindrafélagar nær og fjær.
 
Þá er komið að því að við lagfærum hlaupabrautina..
Og nú kemur til ykkar kasta. Búið er að rista fyrir þökum á brautinni en þær liggja þar enn og nú þarf að hafa snör handtök til að fjarlægja þær af brautinni.  Bæði svo þær fari ekki að róta sig aftur og einnig svo að hægt verði að vinna brautina fyrir mótið okkar í júní.
Við ætlum að hittast á fimmtudaginn 16. apríl frá kl 17:00, það þurfa ekki allir að mæta á sama tíma og ég veit að einhverjir komast ekki fyrr en eftir kvöldmat. Við höfum birtuna alla vega fram til kl 21 svo það ætti að vera vel hægt að framkvæma eitthvað á þessum tíma.
Nú skora ég á ykkur öll Sindrafélagar að leggja ykkar af mörkum svo við getum bætt völlinn okkar. Þó þú komist ekki nema í klukkustund þá hefur það sitt að segja. Guðný á Hvoli ætlar að lána okkur pallettur til að setja þökurnar á þannig að fólk getur mætt og tekið til hendinni í smá stund og farið svo...
Ef einhverjum vantar þökur þá getið þið fengið þær keyptar á 100 rr fermeterinn, sem eru tvö stk.
 
Hlakka til að sjá ykkur öll á fimmtudaginn 16. apríl
Munið að margar hendur vinna létt verk.
 
f.h stjórnar
Petra Kristín Kristinsdóttir
Formaður

10.04.2009 00:28

Kvennareið með karlana

Nú er komið að þessari árvissu ómissandi ferð, verður hún að þessu sinni farin laugardaginn 18. apríl n.k.

Nánari upplýsingar og skráning til 15 apríl í síma:

Atli-8694818

Árni-8939438

Hjördís-8610294 netfang sudur-foss@simnet.is

 

F.h. Hestamannafélagsins Sindra

Ferða og fræðslunefnd

07.04.2009 00:33

Vorið á næsta leiti

Nú styttist í að folöldin okkar fari að líta dagsins ljós.  emoticon
Mörg okkar bíða spennt og vænta jafnvel mikils af afsprengi uppáhaldsmerar og spennandi stóðhests. emoticon
Mig langar að biðja ykkur um að senda mér mynd á dorag@hive.is  af þessu ungviði ásamt upplýsingum um foreldrana til birtingar hér á forsíðunni ásamt smá kynningu eða frásögn.
Það er alltaf gaman að skoða myndir af folöldum og sjá í leiðinni hvað er að gerast í ræktuninni hjá öðrum félagsmönnum.

Kveðja
Vefstjóri

05.04.2009 12:24

Reiðnámskeið, dagur 3

Í gær var þriðji tíminn í kennslu hjá Magga Lár. Veðurspáin var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir en eins og hina dagana brugðust veðurguðirnir ekki, heldur buðu upp á bjart og gott veður næstum allan daginn. Það kom hressilegur skúr á meðan fólkið sat inni og hámaði í sig saltkjöt og baunir. Reyndar fengu nokkrir nemendur hressilega gusu yfir sig í smá stund en það var ekki lengi og þeir létu þetta ekki trufla sig neitt. Sannkallaðir mýrdælskir víkingar. emoticon
Það koma mjög fljótlega inn myndir frá þessum frábæra degi.
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136504
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:43:44