Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2009 Mars

31.03.2009 11:37

Kynbótasýningar 2009

 
Gaddstaðaflatir

Á árinu 2009 eru áætlaðar fimm kynbótasýningar á vegum Búnaðarsambands Suðurlands. Áætlunin er birt með fyrirvara um breytingar. Gert er ráð fyrir að hefja störf í Reykjavík þann 12. maí og ljúka kynbótasýningum fyrri part sumars þann 12. júní á Gaddstaðaflötum. Síðsumarsýning verður síðan 17. ágúst til og með 26. ágúst á Gaddstaðaflötum.


Sýningaráætlun fyrir árið 2009 fer hér á eftir. Sýningar á vegum Búnaðarsambands Suðurlands eru feitletraðar:

Staður - Dagssetning
Sauðárkrókur, 23.-24. apríl

Víðidalur í Reykjavík dagana 12. til 15. maí


Eyjafjörður, 13.-15. maí
 
Sörlastaðir í Hafnarfirði dagana 18. til 29. maí
 
Borgarfjörður, 25.-27. maí


Sauðárkrókur, 26.-29. maí

Gaddstaðaflatir við Hellu dagana 1. til 12. júní


Hornafjörður 11. júní

Fljótsdalshérað, 9.-10. júní


Blönduós, 4.-6. júní


Eyjafjörður, 9.-12. júní


FM Vesturlandi, 2.-5. júlí


Blönduós, 13.-14. ágúst


Síðsumarsýning Gaddstaðaflötum. 17.-26. ágúst


Eyja-/Skagafjörður, 19.-21. ágúst

30.03.2009 12:32

Reiðnámskeið

Smá áminning til þeirra sem eru á reiðnámskeiði hja Magga Lár.
Næsti dagur er núna á laugardaginn, 4. apríl og það verður byrjað kl. 9 eins og venjulega.
Vonandi mæta allir og hafa að sjálfsögðu góða skapið með í farteskinu emoticon

26.03.2009 21:11

Æfingabúðir krakkanna

   Komið hefur í ljós að tímasetning á áður auglýstum æfingabúðum krakkanna á Klaustri hentar ekki svo að við höfðum snör handtök og fundum nýja dagsetningu sem ætti vonandi að henta flestum. Dagana 6. og 7. apríl (þegar allir krakkar ættu að vera komin í páskafrí) ætlum við því að halda æfingabúðirnar og óskum eftir því að þið skráið ykkur sem fyrst svo við getum gert allt klárt á þessum stutta tíma sem við höfum.
 
   Í meginatriðum er hugmyndin sú að krökkunum verður skipt niður í hópa og þau fá kennslu frá Kristínu, á milli þess að þau eru í kennslu munum við hafa ofanaf fyrir þeim með ýmsu skemmtilegu og í leið fróðlegu. Kristín mun svo hugsanlega vera með stuttan fyrirlestur fyrir þau svona til að impra á því sem þau þurfa að muna eftir. Eftir kennsluna verður haldið á Klaustur etin pizza og haldin kvöldvaka þar sem við hugsum okkur að bjóða Kópsfélögum að kíkja á okkur. Gist verður að Skaftárvöllum 15 í öllum lausum fletum og ef ekki vill betur þá bara á flatsæng. Krakkarnir þurfa því með sér svefnpoka og þeir sem eiga gott með að koma með dýnur mega endilega kippa þeim með. Seinni daginn verður svo áframhaldandi kennsla sennilega meira einstaklingsmiðuð og upp hefur komið sú hugmynd að halda létta keppni eftir alla kennsluna til að sjá hverju vinnan hefur skilað. Við höfum hugsað okkur að fá Kristínu til að sjá um kennsluna á æskulýðsmótinu hjá okkur í sumar svo okkur finnst alveg tilvalið að hún fái að kynnast krökkunum og þeirra keppnishestum og hugsum að það gæti skilað góðri útkomu í sumar.
  Ég hafði hugsað mér að hægt sé að sameina í allar þær hestakerrur sem eru á svæðinu og get séð um það að mestu en hrossunum yrði skutlað annað hvort á sunnudagskvöldinu eða mánudagsmorgninum út að Fljótum og þau yrðu svo sótt aftur á þriðjudagskvöldinu eftir alla skemmtunina. Hestakerrurnar mega standa í hlaðinu á meðan svo óþarfi er að vera að draga þær oft fram og til baka. Þar sem þetta kemur svo skjótt til er ég ekki búin að reikna út kostnað á ferðina en ferðin verður veglega styrkt af Götum hrossarækt og E.Guðmundsson ehf. svo kostnaður verður í algjöru lágmarki. 
 
  Þeir sem hafa áhuga fyrir að koma með endilega láti vita af sér á e-mailið isbud@simnet.is (Vilborg), þegar ég hef náð að reikna dæmið út til enda og setja niður nákvæmari dagskrá mun ég hafa aftur samband við ykkur til að staðfesta þátttöku ykkar.
 
Með kveðju f.h æskulýðsnefndar Sindra
Vilborg
s.867-1486 

26.03.2009 16:20

Fulltrúar á USVS þing

Það verður haldið USVS þing núna á laugardaginn á Hótel Dyrhólaey.
Það hefst kl. 10 og þeir Sindrafélagar sem eiga að mæta fyrir okkar hönd að þessu sinni eru:

Sigríður Lóa Gissurardóttir

Birna Kristín Pétursdóttir

Þorlákur Sindri Björnsson

Katrín Waagfjörð

Halldóra Gylfadóttir

Það er um að gera að mæta svo að félagið fái örugglega sinn skerf af lottógreiðslum. Ekki veitir okkur af á þessu 60 ára afmælisári. emoticon

26.03.2009 00:48

Skemmtiferð Sindra

Fyrirhuguð er fræðslu-og skemmtiferð Sindrafélaga föstud. 3.apríl nk.

Áætlað er að leigja Langferðabifreið og heimsækja Rangæinga í nýju reiðhöllinni þeirra við Hvolsvöll. emoticon

Þar verður mikil sýning og kvöldvaka svo á eftir. emoticon

Skráning í þessa ferð þarf að hafa borist fyrir þriðjudaginn.31.mars.

 

Skráning er hjá Ella 896-0360 og Atla 869-4818

23.03.2009 15:58

Rafræn fréttabréf

Nú ætlum við að fara að senda fréttabréf hestamannafélagsins út á rafrænu formi til að spara í kostnaði við pappír og póstsendingar og ná betur til fólksins.

Við biðjum ykkur því að senda tölvupóst á isbud@simnet.is og gefa upp nafn og e-mail sem þið viljið fá fréttabréfið sent á.

Með kveðju

Stjórnin

20.03.2009 00:24

Ungfolasýning 2009

Ungfolasýning 2009 í Ölfushöll laugardaginn 21.mars

Jón Vilmundarson ásamt Höllu Eygló Sveinsdóttur munu dæma þá ungfola sem fram koma á Ungfolasýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem fram fer í  Ölfushöll laugardaginn 21.mars næstkomandi.


Ungfolamatið hefst kl 17.00 (laugardaginn 21 mars) svo verður tekið  matarhlé og Sýning folanna inní höll hæfist kl 20.00.
eigendur fá umsögn um folana frá þeim Höllu og Jóni.
Dómarar raða efstu fimm folunum í sæti en áhorfendur velja sér sinn efsta fola í tveggja og þriggja vetra flokki.

Með þessu móti þá fá bæði eigendur folanna gott yfirlit yfir kosti/galla þeirra fola sem sýndir verða og eiga því auðveldara með að velja sér ræktunargripi framtíðarinnar.

Upplýsingar í síma 8661230 eða odinn@bssl.is

Kveðja.
f.h. Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
Óðinn Örn Jóhannsson

15.03.2009 19:49

Seinna vetrarmót

Í dag fór fram Seinna vetrarmót Sindra og var það haldið í fyrsta sinn á Sindravellinum.
Þátttaka var mjög góð, 36 manns skráðu sig til keppni og eins og síðast tóku einhverjir þátt í tveim eða fleiri greinum.
Við fengum ágætis sýnishorn af íslensku vetrarveðri á meðan á keppni stóð og lenti unglingaflokkurinn verst í því.  En af hörku og dugnaði keyrðu þau sig í gegn um mótið án þess að láta bilbug á sér finna og haglélið sem pollaflokkurinn reið í gegnum var ekkert grín. emoticon   Megum við vera stollt af þessum hörkutólum okkar. emoticon 
Það voru margir sigurvegarar í dag, ekki bara þeir sem lentu í verðlaunasætum heldur einnig þeir sem unnu stóra persónulega sigra á; ótta, óöryggi, feimni eða bara hverju sem er, og tóku samt þátt í mótinu og stóðu sig frábærlega. emoticon 

Að lokum sendum við fjölskyldu og aðstandendum Jóns Þórs Gunnarssonar samúðar- og stuðningskveðjur á þessum erfiðu tímum.

12.03.2009 12:39

Skemmtiferð

Fyrirhuguð er fræðslu-og skemmtiferð..aðallega skemmtiferð föstudaginn 3.apríl nk.seinni part.

Planið er að fara á sýningu/hátíð í nýju reiðhöllinni út í Hvolsvelli.

Endilega hafið skoðun á því hvort þið komist með eða ekki

 

Kkv

Skemmtanastjórar Fræðslunefndar

12.03.2009 09:17

Járninganámskeið

Ferða- og fræðslunefnd stendur fyrir  járninganámskeiði þann 21.mars nk. Hinn alkunni járningarmaður Gvendur Skalli ætlar að koma og fræða okkur um járningar í formi fyrirlestra og verkkennslu. Námskeiðið geta sótt bæði þeir sem vilja hella sér útí járningar og einnig þeir sem vilja fræðast um gildi og mikilvægi réttrar járningar án þess endilega að járna sjálfir. Norður-Götur hrossarækt býður okkur aðstöðu sína endurgjaldslaust og hefst námskeiðið kl. 10 og stendur fram eftir degi.
Nánari upplýsingar gefur Hjördís Rut í síma 8610294 eftir kl. 17:00 eða á netfangið sudur-foss@simnet.is

10.03.2009 10:14

Seinna vetrarmót

Seinna vetrarmót Hestamannafélagsins Sindra verður haldið sunnudaginn 15. Mars kl 14 og að beiðni Eyfellinga ætlum við að prófa að vera á Sindravelli að þessu sinni.
Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, unghrossa-, kvenna- og karlaflokki.
Unghrossaflokkurinn er nýjung sem okkur langar að prófa á vetrarmóti og þurfa hrossin í þessum flokki að vera fædd 2004 og 2005. (Gott væri að fá IS númer á þau)
Hægt er að skrá sig fyrirfram á netfangið solheimar2@simnet.is og flýtir það fyrir öllu ferlinu á sunnudaginn ef skráð er fyrirfram.
 
Hlökkum til að sjá ykkur öll á Sindravelli á
Sunnudaginn.
 
Að lokum langar okkur að geta þess að haft var samráð við Árna Gunnarsson og fjölskyldu vegna mótsins og er það þeirra vilji að mótið verði haldið á sunnudaginn þrátt fyrir erfiða tíma.
 
 
Mótanefnd.
 

08.03.2009 22:24

Vegna vettvangsferðar á Æskuna og hestinn

 
Það er ljóst núna að vettvangsferðin sem fyrirhuguð var 14. mars á sýninguna Æskan og hesturinn fellur niður vegna jarðarfarar og tillitssemi við aðstandendur. Við erum núna að þróa hugmynd sem gæti komið í stað vettvangsferðarinnar og væri hellings ævintýri ef eftir gengur svo við látum heyra frá okkur aftur fyrr en seinna.
 
Með kveðju æskulýðsnefnd
 
 
 
Kv. Vilborg

08.03.2009 07:49

Breytingar

Í dag átti að vera þriðji dagur í reiðnámskeiði með Magga Lár. En nú er hann lagstur í flensu svo að því verður frestað um óákveðinn tíma. Sem er bara ekkert slæmt því hér var að skella á töluverður strekkingur með skafrenningi og tilheyrandi. emoticon 
Nú þarf hópurinn bara að spjalla saman sín á milli og ákveða hvort það sé betra að hafa næsta námskeið fljótlega á virkum degi eða bíða með þetta fram að páskum, því það er þétt skipuð dagskrá hjá kennaranum okkar.

01.03.2009 14:39

Að loknu fyrra vetrarmóti

Á föstudaginn var haldinn aðalfundur félagsins á Hótel Vík.
Það var óvenju góð mæting og fjörugar umræður um hin ýmsu mál sem þar komu upp.
Stjórnarmeðlimir höfðu bakað og settu upp heilmikið veisluborð fyrir þá sem mættu emoticon
Þráinn hætti í stjórn og í hans stað kom inn Magnús nokkur Benediktsson sem meðal annars átti veg og vanda að hinni stórskemmtilegu og vel heppnuðu folaldasýningu Hestamannafélagsins Sindra síðasta haust emoticon
Það er ómetanlegt að fá svona kraftmikinn og hugmyndaríkan aðila inn í stjórn til starfa með hinum vítamínsprautunum okkar, þeim Petru, Vilborgu, Andrínu og Guðnýju.

Á laugardeginum var svo vel sótt vetrarmót haldið á vellinum í Vík.
Þar skráðu sig 29 keppendur til leiks og sumir mættu með tvo reiðskjóta og kepptu jafnvel í tveim flokkum. Tókust því þær breytingar stjórnar á keppnisreglum, um að ekki mætti keppa á sama hestinum í tveim flokkum, vel til.
Árangur systranna, Ástu Öldu, Jónu Þóreyjar og Elínar Árnadætra var frábær. Þær voru allar í verðlaunasætum í sínum flokkum. Eins voru systkynin Guðmundur og Tinna Elíasbörn bæði í verðlaunasætum og víst er að fjölskyldur þeirra hljóta að vera bæði stolltar og ánægðar með þennan frábæra árangur. Ekki má svo gleyma að óska hjónunum á Götum til hamingju með sinn árangur því þau voru bæði í verðlaunasætum, hvort í sínum flokki.
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 183
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137952
Samtals gestir: 174216
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 13:57:15