Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2009 Febrúar

23.02.2009 12:08

MIKIÐ AÐ GERA UM HELGINA

Jæja ágætu Sindrafélagar.
það verður nóg að gera hjá okkur um næstu helgi.

Aðalfundur Hestamannafélagsins Sindra verður haldinn á föstudag kl 20:30 á Hótel Vík.
Og vonast ég til að sjá sem flesta.

Á laugardaginn er svo 1. vetrarmót Sindra haldið á Reiðvellinum í Vík. Mótið hefst kl 14 og hægt verður að skrá á staðnum frá kl 13. Það er líka hægt að senda mér e-mail á solheimar2@simnet.is og skrá sig þar.
tilgreina þarf nafn hests, aldur og lit. ætt og svo nafn knapa.

Ákveðið hefur verið af stjórn að einungis megi keppa á hestinum sínum í einum flokki. þ.e.a.s að ef t.d barn eða unglingur ætlar að keppa í sínum flokk þá keppir viðkomandi ekki í Kvenna eða karlaflokki á sama hesti. En að sjálfsögðu er viðkomanda leyfilegt að vera á öðrum hesti í fullorðins flokkunum.
Einnig er krökkunum nú leyfilegt að koma með fleiri en einn hest í sinn flokk. En getur aðeins keppt á einum hesti í úrslitum og má ekki framselja hinn hestinn til annars knapa. Það að barn/unglingur/ungmenni megi keppa á fleiri en einum hesti í sínum flokk eru nýjar reglur frá LH sem samþykktar voru á síðasta LH þingi.
 Þar sem að það er knapinn sem er að keppa í þessum flokkum er viðkomandi ekki leyfilegt að fara með fleira en 1 hross í úrslit. Og bannað er að framselja hitt hrossið. Knapinn þarf því að velja ef hann er með t.d 2 hesta sem báðir komast í úrslit.
Ég vona að þetta sé nógu skýrt hjá mér.

En varðandi þessa breytingu á Vetrarmótunum með að krakkarnir fari ekki með sama hrossið í marga flokka þá er það einungis gert til þess að reyna að auka fjölbreytni í flokkunum. Að fleiri drífi sig og veri með.

Ég vona að þetta valdi nú ekki vandræðum. En þetta er tilraun og eins og er með allar tilraunir þá eru þær endurskoðaðar ef þær heppnast ekki.

Læt þessri romsu lokið og vonast til að sjá ykkur sem flest á Aðalfundi og vetrarmóti.

Með kveðju Formaður

11.02.2009 13:41

Reiðnámskeið

Nú fer alveg að koma að degi tvö á reiðnámskeiðinu skemmtilega. Hann er núna á laugardaginn 14. feb og við byrjum kl 9.
Gætum þess að vera mætt á réttum tíma emoticon  svo að þetta gangi nú allt smurt og vel.
Sindri ætlar að elda gómsæta gúllassúpu ofan í okkur öll og við leggjum 1000 kr hvert í púkkið og borðum að sjálfsögðu af bestu lyst emoticon

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136504
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:43:44