Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2009 Janúar

23.01.2009 05:50

Óskast keypt

Mig vantar, gefins eða keyptan, tvískiptan kuldagalla í stærð ca. 140 fyrir hana Guggu mína í hestamennskuna. 

Linda
S: 848-4949

21.01.2009 01:30

Reiðnámskeið 22. jan

    Fyrsti dagur reiðnámskeiðsins með Magga Lár er í Eyjarhólum á morgun, fimmtudaginn 22. jan.
    Við byrjum klukkan 12:30 og verðum að gæta þess að mæta öll á réttum tíma svo að þetta dragist ekki langt fram á kvöld.
    Mér sýnist á veðurspánni að pollagallar verði vel við hæfi, ef ekki bara nauðsynlegir emoticon 
    Gjaldið fyrir okkur sem erum með hesta er 24.000 kr fyrir alla fjóra dagana, áhorfendur greiða 8.000 kr fyrir alla dagana og við þurfum að leggja það inn á reikn. 0317-13-302622  kt. 540776-0169 fyrir 2. febrúar. 
    Það er ekki hægt að mæta bara einn og einn dag og greiða fyrir það heldur þarf að skrá sig og greiða kostnað fyrir allt námskeiðið. 
    Vinsamlega sendið mér kvittun fyrir greiðslu á póstfangið dorag@hive.is

18.01.2009 00:25

Fréttapistill

   Eins og flestir félagsmenn vita þá á Hestamannafélagið Sindri 60 ára afmæli á þessu ári.
    Til stóð að halda afmælishátíð þann 7. mars en stjórnin ákvað að fresta henni fram í október þar sem það er svo mikið um að vera á vegum hestamannafélagsins í febrúar, mars og apríl.

    Einnig viljum við minna á að það stendur til að halda happdrætti á árinu og verður það auglýst betur þegar nær dregur. 

    Sú hugmynd kom upp að búa til og selja dagatöl til fjáröflunar fyrir félagið og eru þau að koma í hús á næstu dögum.  Við vonumst eftir góðum viðtökum félagsmanna og annara hestamanna. Verðið á dagatalinu verður 1.500 kr.

    Öll þátttaka ykkar við söluna verður vel þegin emoticon

    Kær kveðja
    Stjórnin 


 

16.01.2009 04:12

Úrvalshópur unglinga og ungmenna 16. - 21. árs í hestamennsku

 

Landssamband hestamannafélaga skipaði nefnd í lok desember 2007 til að koma á stokk úrvalshópi unglinga og ungmenna í hestamennsku.

Aðalmarkmið verkefnisins um úrvalshóp í hestamennsku er að gefa unglingum og ungmennum kost á bestu þjálfurum, fyrirlesurum og dómurum á hverjum tíma.  Takmarkið er að bæta kunnáttu þeirra, auka skilning og gera þau að eins góðum hestamönnum og kostur er á.

Ráðinn hefur verið þjálfari í verkefnið og mun hann ásamt nefndarmönnum vinna úr umsóknum verkefnisins.  Auk þess sem hestamannafélögin munu kynna verkefnið til sinna félagsmanna.                                                

 Við valið er stuðst við eftirfarandi þætti:

·         Ástundun og árangur

·         Reiðmennsku

·         Prúðmennsku

Umsóknin er opin öllum unglingum og ungmennum á aldrinum 16.  -  21.  árs, hvar sem þau eru búsett á landinu.

Hópurinn er valinn til eins árs í senn og eitt af verkefnum hans er að koma fram á opinberum viðburðum fyrir hönd LH.

Umsækjendur þurfa að skila inn stöðluðum umsóknum,  spurningarlista og myndbandi með umsækjanda á hestbaki þar sem einstaklingurinn sem reiðmaður er metinn, ekki verður horft í hestakost á tilteknu myndbandi.  Auk þess þarf að fylgja þeim greinargerð um ástundun og árangur frá þjálfara og formanni æskulýðsdeildar eða formanni þess félags sem umsækjandi er í. 

Umsóknarfrestur er til 15.febrúar 2009.

Stefnt er að því að kynna hverjir verða valdir í hópinn um miðjan mars 2009.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu LH /Oddrún í síma 514-4033

 

Hægt er að senda umsóknirnar á netfangið lh@isi.is eða póstsenda á:
 Landssamband hestamannafélaga bt/Oddrún
Engjavegi 6
104 ReykjavíkHér eru nöfn þeirra félagsmanna sem eiga rétt á að sækja um:


Ásta Alda Árnadóttir 150492-2629 Austurvegi 19, 870 Vík
  Björk Smáradóttir  090292-3589 Víkurbraut 2, 870 Vík
  Guðni Sigþór Berglindarson  170893-3019 Hrútafelli,  861 Hvolsvöllur
  Gunnar Ólafsson    280793-3459 Giljum 1, 871 Vík
  Hlynur Guðmundsson 071288-2349 Vættaborgum 84, 112 Reykjaví­k
  Hulda Jónsdóttir 120790-2859 Nýbýlavegi 40, 860 Hvolsvöllur
  Kara Björk Bessadóttir 100693-2329 Vallarhúsum 34, 112 Reykjavík
  Tinna Ósk Magnúsdóttir 040389-2539 Vesturhúsum 10, 112 Reykjaví­k
  Vilborg Inga Magnúsdóttir 050893-2009 Vesturhúsum 10, 112 Reykjavík
  Þóra Kristí­n Þórðardóttir 190190-2429 Litlagerði 1a, 860 Hvolsvöllur

14.01.2009 23:54

Allt orðið klárt

Nú er búið að ákveða hvaða daga reiðnámskeiðið verður haldið og er sem hér segir:

1. dagur - 22. janúar (fimmtudagur) byrjum kl: 12:30
2. dagur - 14. febrúar (laugardagur) byrjum kl: 09:00
3. dagur - 7. mars (laugardagur) byrjum kl: 09:00
4. dagur - 4. apríl (laugardagur) byrjum kl: 09:00

Dagsetningarnar eru líka komnar inn, undir Félagsstarf 2009

Það er hreint út sagt frábær þátttaka, námskeiðið orðið fullt og nokkrir farnir að biðja um að vera áhorfendur.  Ef þetta er eitthvað sem fleiri hafa áhuga á endilega látið mig vita og sendið tölvupóst á dorag@hive.is eða hringið í 895-5738
Verðið fyrir áhorfandann er 8.000 kr fyrir alla 4 dagana.

Það verður byrjað heima við hesthús en stefnt er á að fara líka út á kappreiðavöll og vinna töluvert þar og tengja námskeiðið jafnvel eitthvað inn á komandi keppnistímabil hestamannafélagsins.

Þeir sem koma með hesta þurfa að vera með hnakk, beisli, písk og hjálm og áhorfendur þurfa að muna að klæða sig vel því að þetta fer allt fram utandyra og það kólnar við að standa upp á endann í langan tíma í senn.09.01.2009 04:55

Reiðnámskeið

Jæja  er þá ekki kominn tími á að gera hlutina með stæl á nýju ári emoticon

Nú er verið að smala saman fólki sem vill koma á reiðnámskeið hjá Magga Lár í vetur.
Þau sem voru á frumtamningarnámskeiðinu hans skemmtu sér konunglega og lærðu ennþá meira síðasta nóvember og eru langflest ákveðin í að taka þátt í þessu líka.
Þetta verður 4 daga (ca 6 - 7 klst hver) námskeið og fyrirkomulagið þannig að það er kenndur einn dagur í einu með ca þriggja vikna millibili. Fyrsti dagurinn verður annaðhvort 21. eða 22. jan en dagsetningarnar koma betur á hreint innan nokkurra daga.
Hámarksfjöldi þáttakenda er 12 manns og nú þegar eru 9 skráðir svo að fyrstir koma fyrstir fá að nýta sér þetta tækifæri.
Verðið fer svo eftir því hvað það verða margir þáttakendur en fer aldrei yfir 35.000, fyrir alla 4 dagana, á manninn. 

Sindri og Dóra bjóða aftur fram aðstöðuna sína í Eyjarhólum, svo að ef veðrið verður eitthvað að stríða okkur mikið er hægt að flýja inn og halda áfram að læra fræðin hans þar.

Þið sem viljið taka þátt sendi mér línu á
dorag@hive.is eða hringið í 895-5738

Kveðja
Dóra

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136504
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:43:44