Nú er búið að ákveða hvaða daga reiðnámskeiðið verður haldið og er sem hér segir:
1. dagur - 22. janúar (fimmtudagur) byrjum kl: 12:30
2. dagur - 14. febrúar (laugardagur) byrjum kl: 09:00
3. dagur - 7. mars (laugardagur) byrjum kl: 09:00
4. dagur - 4. apríl (laugardagur) byrjum kl: 09:00
Dagsetningarnar eru líka komnar inn, undir Félagsstarf 2009
Það er hreint út sagt frábær þátttaka, námskeiðið orðið fullt og nokkrir farnir að biðja um að vera áhorfendur. Ef þetta er eitthvað sem fleiri hafa áhuga á endilega látið mig vita og sendið tölvupóst á dorag@hive.is eða hringið í 895-5738
Verðið fyrir áhorfandann er 8.000 kr fyrir alla 4 dagana.
Það verður byrjað heima við hesthús en stefnt er á að fara líka út á kappreiðavöll og vinna töluvert þar og tengja námskeiðið jafnvel eitthvað inn á komandi keppnistímabil hestamannafélagsins.
Þeir sem koma með hesta þurfa að vera með hnakk, beisli, písk og hjálm og áhorfendur þurfa að muna að klæða sig vel því að þetta fer allt fram utandyra og það kólnar við að standa upp á endann í langan tíma í senn.