Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2008 Desember

27.12.2008 15:54

Til formanna nefndanna okkar

Mig er farið að lengja eftir drögum að dagskrá fyrir árið 2009 hjá nefndum Hestamannafélagsins Sindra.
Ég er bara búin að fá sendingu frá Ferða- og fræðslunefnd.
Sendið þetta til mín á dorag@hive.is

Kær kveðja

24.12.2008 13:40

Gleðileg jól

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár til allra Sindrafélaga emoticon

Munið að gæta vel að hrossum um áramót. Þeim er meinilla við sprengingarnar og blossana frá flugeldunum.
Gott er að byrgja alla glugga, hafa ljósin kveikt og útvarp í gangi í hesthúsinu fyrir þau hross sem eru inni á þessum tíma.

Fyrir þau sem eru á útigangi og eru við opið ristarhlið borgar sig að loka hliðinu með kaðli og hengja plastpoka eða eitthvað álíka í kaðalinn til að koma í veg fyrir að þau hlaupi yfir ristina og brjóti fætur á flótta undan flugeldasprenginum.

Kær jólakveðja

Vefstjóri

20.12.2008 12:20

FEIF Youth Camp 2009

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. - 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chigaco á búgarði sem heitir Winterhorse farm.  

 

Dagskráin verður í grófum dráttum á þessa leið; farið verður í reiðtúr, indíanar og kúrekar koma í heimsókn, bátaferð, farið í vatnaskemmtigarð og jafnvel í smá verslunartúr. 

 

Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 13 - 17 ára, á árinu, og verður gerð krafa um að þeir hafi einhverja reynslu í hestamennsku og geti gert sig skiljanleg á ensku.

 

Þátttökugjald er 530 - 550 ? og hefur hvert land rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

 

Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 20. janúar 2009. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.

 

Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum.

 

Jólakveðja frá Æskulýðsnefnd Landssambandsins

16.12.2008 09:18

Knapamerkjanámskeið 2

Ákveðið hefur verið að kanna þátttöku á áframhaldandi knapamerkjanámskeiði, stigi 2, á komandi vetri.  
http://www.holar.is/knapamerki/2stig.htm 

Til þess að geta haldið svona námskeið, þarf að lágmarki 10 þátttakendur svo nú er um að gera að vera með og afla sér aukinnar kunnáttu í hestamennsku í leiðinni.

"Stöðupróf
Heimilt er að bjóða nemendum að taka stöðupróf á 1. og 2. stigi og fara t.d. beint upp á 2. stig eftir að hafa staðist bóklegt og verklegt stöðupróf á 1. stigi.

Ekki er hægt að taka stöðupróf á 3., 4., og 5. stigi." (tekið af síðu Hólaskóla).

 

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Láru í síma 8634310

16.12.2008 09:10

Nýjar myndir

Það eru komnar inn fullt af skemmtilegum myndum frá henni Láru úr Þórsmerkurferðinni sem farin var í ágúst síðasliðinn emoticon

12.12.2008 09:57

Hrossasótt

Einkenni hrossasóttar:

 • Liggja flatir í lengri tíma
 • Ekki með sjálfum sér
 • Eirðarlausir
 • Fíla grön
 • Horfa afturfyrir sig - eftir kviðnum
 • Standa eins og þeir reyni að losa sig við þvag
 • Sparka með afturfótum upp í kvið
 • Svitna
 • Láta sig falla til jarðar og velta sér

Þegar hestur greinist með hrossasótt er ýmislegt
sem við verðum að hafa í huga:


 • Hvort hann sé í stíu eða á bási
 • Í haga
 • Í sendnu gerði
 • Veðrabreytingar
 • Fóður
 • Hvernig fóður
 • Breytingar á fóðri
 • Breytingar á tíma sem gefið er
 • Hegðun
 • Rop
 • Græðgi
 • Saga
 • Hefur hrossið fengið hrossasótt áður
 • Hvenær byrjuðu einkennin
 • Breytingar á þjálfun
 • Flutningur á milli staða
 • Ormasýkingar

Meðferð:

 • Taka frá fóður
 • Hafa greiðan aðgang að vatni
 • Lyfjameðferð dýralæknis
 • Verkjastillandi lyf
 • Lyf sem örva/slaka á vöðvum þarmanna
 • Gott er að rölta um með hrossasóttarsjúkan hest

05.12.2008 11:23

Myndir

Hún Linda sendi okkur myndir frá æskulýðshittingnum sem haldinn var 23. nóv. og þær eru komnar hér inn á myndasíðuna.
Mig langar að nota tækifærið og biðja ykkur sem eigið myndir frá uppákomum á vegum hestamannafélagsins eða bara skemmtilegar myndir úr hestamennskunni ykkar að senda þær til mín á dorag@hive.is Þá get ég sett þær hér inn svo að fleiri geti notið þeirra emoticon

02.12.2008 14:02

Úrslit folaldasýningar

Folaldasýning Hmf Sindra var haldin að Skálakoti þann 22 nóv.
Alls voru 38 folöld skráð til leiks og urðu úrslit sem hér segir:

Hestfolöld:

1) IS2008184177 Kiljan frá Fornusöndum F: Vilmundur frá Feti M: Perla
frá Sauðárkróki. Rækt/Eig: Tryggvi Geirsson

2) IS2008184062 Ögri frá Efri-Rotum F: Vilmundur frá Feti M: Frægð frá
Hólum. Rækt/Eig: Jakob Lárusson

3) IS2008184174 Hvinur frá Fornusöndum F: Sær frá Bakkakoti M:
Svarta-Nótt frá Fornusöndum. Rækt /Eig: Tryggvi Geirsson

4) IS2008184040 Ós frá Eyvindarhólum F: Fjarki frá Breiðholti M: Reisn
frá Eyvindarhólum 1 Rækt/Eig: Árni Gunnarsson

5) IS2008181001 Georg frá Ártúnum F: Gauti frá Gautavík M: Regína frá
Ártúnum. Rækt: Halla Bjarnad. Eig: Þorgerður Jóna Guðmundsd.


Merfolöld:

1) IS2008284158 Salka frá Skálakoti F: Klængur frá Skálakoti M: Rönd
frá Moldnúpi 2. Eig/Rækt Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir

2) IS2008285750 Von frá Eyjarhólum F: Kjarni frá Þjóðólfshaga M: Folda
frá Eyjarhólum. Rækt/Eig : Halldóra Gylfad.& Þ Sindri Björnsson

3) IS2008284200 Tíska frá Efra-Hóli F: Angantýr frá Lambanesi M: Perla
frá Efra-Hóli. Rækt: Óskar Jónasson Eig: Rakel Ýr Björnsdóttir

4) IS2008284171 Ilmur frá Fornusöndum F: Klængur frá Skálakoti M:
Björk frá Norður-Hvammi Rækt/Eig : Axel Geirsson

5) IS2008284064 Sveifla frá Efri-Rotum F: Sveinn-Hervar frá Þúfu M:
Stemma frá Strönd. Rækt/Eig: Jakob Lárusson


Besta folald sýningar að mati dómara var valið:  Kiljan frá Fornusöndum

Bestu fimm folöld að mati áhorfenda voru:

1) Salka frá Skálakoti

2) Kiljan frá Fornusöndum

3) Tíska frá Efra-Hóli

4) Von frá Eyjarhólum

5) Dalur frá Kerlingardal
 • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 257
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136488
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:11:37