Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2008 Nóvember

25.11.2008 00:49

Æskulýðsstarf Sindra

Uppskeruhátíð krakkanna
 
  Jæja þá er afstaðin uppskeru hátíð krakkanna og býst ég við því að allir hafi komið heim með meistaralega skreytta múla sem nýtast vonandi vel á næstunni. En við semsagt máluðum á stallmúla nöfn ýmist eigenda eða gæðinganna, fórum í ratleik og fengum pizzu og gláptum á videó. Mætingin var alveg hreint frábær 23 hressir hestakrakkar og langar mig að þakka ykkur enn og aftur fyrir skemmtilegan dag.
  En til útskýringar varðandi fjáröflunina okkar vegna ferðarinnar á Æskuna og hestinn í vor, þá bað ég krakkana að afhenda foreldrum sínum miða með upplýsingum um hana. Ég mun svo hafa samband við foreldra á fimmtudaginn varðandi hversu mikið hver og einn hefur selt, hér fyrir neðan er svo það sem við erum að selja og allir sem hafa áhuga er velkomið að hafa samband við mig á isbud@simnet.is og láta mig vita hversu mikið magn af hverju viðkomandi vill fá. 


 

Fjáröflun vegna æskulýðsstarfsins okkar

   Hugsunin er sú hjá okkur að selja WC pappír og eldhúsrúllur til fjáröflunar til alls þess sem við ætlum að gera á næsta ári. Þannig hugsum við það að hvert heimili nái að selja að lágmarki 5 pakkningar af t.d WC- pappír og þar með værum við komin með nokkuð gott start upp í næsta ár. Einnig er hægt að bjóða hinar vörurnar sem eru hérna á listanum og að sjálfsögðu eru engin takmörk á því hversu mikið má selja.
  Nú er bara að fara í það að hringja í ömmur og afa, frændur og frænkur eða jafnvel bara taka sig saman og ganga í hús. Flestir ættu að vera fegnir því að þetta er mun betra verð en allt sem sellt er í búðinni t.d myndu 8x8rl af klósett pappír sem kostar hjá okkur 4000.- kosta 5.600.- í búðinni.
  Það verð sem við ætlum að selja vörurnar á er í töflunni hér undir.

 Þetta fer því þannig fram að þið gangið í söfnunina núna strax eftir helgi og ég ætla að biðja ykkur að skila mér blöðunum eða ég hringi í ykkur sem ekki eruð á svæðinu fyrir fimmtudagskvöldið næsta þ.e. 27. nóv. Ég panta svo vörurnar sem munu þá sennilega koma á mánudeginum 1. des þið munið svo nálgast hjá mér vörurnar og koma þeim í réttar hendur og ég rukka ykkur um þann pening sem þið selduð fyrir litlu seinna.

Munið bara að skrifa niður hjá ykkur hver ætlar að fá hvað og hversu mikið viðkomandi ætlar að fá svo það fari nú ekki í neitt rugl.

Góða skemmtun kv. Vilborg s:867-1486


Vörunr. Vöruheiti Verð
með vsk
401721 Lotus WC pappír, hvítur, 2-laga, 48 rl.

3500

N94489 Lotus WC pappír, 2-laga 225bl, 8x8rl. 4000
400952 Lotus WC , hvítur lux, 3-laga, 30 rl. 4000 
K11871 Lotus WC pappír Finesse, hvítur, 2-laga, 24 rl.  2000
401949 Lotus Eldhúsrúllur, hvítar, 2-laga, 20 rl. 2500
401220 Eldhúsrúllur áprentaðar - gæðavara 6 rl. 1500
55511 RV -  þvottaduft, 11kg fata - frábært verð. 4500
60027 Persil þvottaduft, 8kg kassi.- hágæðavara. 4500
0125-50009   Plastpokar svartir 75x125cm 10stk á rl.   500
63240 Unique örtrefjamoppusett 4000
63163 Örtrefja-diskaþurrka, blá 40x60, 2stk. 1500
63162 Örtrefja-eldhúsklútur, grænn 40x40 1500
63160 Örtrefja-glermoppa, blá, 3stk. 1000
63230 Örtrefja-hanski, blár, 3stk. 2000
Umhverfisvænar pappírsvörur:
N94853 Lotus WC pappír S 2-laga, 400blöð 5x4rl. 2500
N32032 Lotus eldhúsrúllur S 90blöð, 5x4rl. 4000

21.11.2008 00:41

Sýningarskrá

Hestfolöld

1 IS2008185600 Arnarstakkur frá Stóru-Heiði
Rauður
F: IS2001184159 - Klængur frá Skálakoti
M: IS1999285600 - Nótt frá Stóru-Heiði 
Rækt./Eig./Sýn.: Hermann Árnason
2 IS2008185511 Dalur frá Kerlingardal 
Rauður
F: IS2001184159 - Klængur frá Skálakoti
M: IS1995285761 - Blíða frá Ytri-Sólheimum
Rækt./Eig./Sýn: Lára Oddsteinsdóttir 

3 IS2008184151 Fengur frá Efstu-Grund
Jarpur
F: IS2003155008 - Hugleikur frá Galtanesi
M: IS1998284009 - Perla frá Efstu-Grund
Rækt./Eig./Sýn.: Erna Guðrún Ólafsdóttir

4 IS2008185528 Foss frá Suður-Fossi
Rauður
F: IS2005184222 - Plús frá Efri-Kvíhólma  
M: IS2000285614 - Glóey frá Norður-Hvammi  
Rækt./Eig./Sýn.: Hjördís Rut Jónsdóttir &
Ingi Már Björnsson

5 IS2008185532 Galileo frá Vík
Brúnstjörnóttur
F: IS2004181813 - Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1
M: IS1992265536 - Skuld frá Naustum III 
Rækt./Eig./Sýn.: Elsa Lind Jónsdóttir

6 IS2008181001 Georg (Bjarnfreðarson) frá Ártúnum

Bleikálóttur
F: IS1991176676 - Gauti frá Gautavík
M: IS1992281002 - Regína frá Ártúnum 
Ræktandi: Halla Bjarnadóttir

Eig./Sýnandi: Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir

7 IS2008184174 Hvinur frá Fornusöndum
Brúnn
F: IS1997186183 - Sær frá Bakkakoti
M: IS2001284173 - Svarta-Nótt frá Fornusöndum
Rækt./Eig: Tryggvi E Geirsson
Sýnandi: Vilborg Inga Magnúsdóttir
8 IS2008185667 Höttur frá Norður-Hvoli  
Brúnskjóttur,höttóttur
F: IS2002187286 - Óðinn frá Tóftum  
M: IS1998285667 - Litla-Perla frá Norður-Hvoli
Ræktandi: Einar Magnússon  
Sýnandi: Vilborg Smáradóttir

9 IS2008184155 Kaldi frá Efstu-Grund
Brúnn
F: IS1998135588 - Blær frá Hesti
M: IS1983286006 - Kvika frá Hvassafelli
Rækt./Eig./Sýn: Sigurjón Sigurðsson &
Sigríður Lóa Gissurardóttir

10 IS2008184177  Kiljan frá Fornusöndum
Brúnn
F: IS2001186915 - Vilmundur frá Feti  
M: IS1992257002 - Perla frá Sauðárkróki  
Rækt./Eig: Tryggvi E Geirsson
Sýnandi: Vilborg Inga Magnúsdóttir 

11 IS2008184156 Kliður frá Skálakoti
Brúnstjörnóttur
F: IS2001184159 - Klængur frá Skálakoti
M: IS1989265807 - Tinnudóttir frá Þverá
Rækt./Eig: Guðmundur Viðarsson
Sýnandi: Ragnar Þorri Vignisson

12 IS2008184545 Kórall frá Njálsgerði
Jarpur
F: IS2004180601 - Ársæll frá Hemlu
M: IS1999258596 - Sýn frá Hofi
Rækt./Eig./Sýn.: Ylfa Sigurðardóttir &
Hákon Ævar Svanþórsson 

13 IS2008184065 Kraftur frá Efri-Rotum
Rauður
F: IS2001184159 - Klængur frá Skálakoti
M: IS1992276161 - Kría frá Eyjólfsstöðum
Rækt./Eig./Sýn.: Jakob Lárusson

14 IS2008184850 Moli frá Eyvindarmúla
Rauðstjörnóttur
F: IS2001184159 - Klængur frá Skálakoti
M: IS1996284846 - Mugga frá Eyvindarmúla
Eig./Rækt:/Sýn: Viðar Benónýsson 

15 IS2008184040 Ós frá Eyvindarhólum 1
Brúnn
F: IS2004125421 - Fjarki frá Breiðholti
M: IS1995284039 - Reisn frá Eyvindarhólum 1
Rækt./Eig./Sýn: Árni Gunnarsson &
Guðlaug Þorvaldsdóttir

16 IS2008184154 Skjálfti frá Efstu-Grund
Rauður
F: IS2001136413 - Bjarmi frá Lundum
M: IS1994284008 - Katla frá Ytri-Skógum
Rækt./Eig./Sýn.: Sigurjón Sigurðsson &
Sigríður Lóa Gissurardóttir 


17 IS2008184157 Smyrill frá Skálakoti
Jarpstjörnóttur
F: IS2000187041 - Þröstur frá Hvammi
M: IS1988284158 - Syrpa frá Skálakoti
Rækt: Guðmundur Viðarsson
Eig./Sýn.: Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir  

18 IS2008185771 Svalur frá Norður-Götum
Bleikálóttur með halastjörnu 
F: IS2000188473 - Borði frá Fellskoti
M: IS1997286730 - Svala frá Árbakka
Rækt./Eig.: Örn Orri Ingvarsson  
Sýnandi: Máni Orrason 

19 IS2008181002 Sæmundur frá Ártúnum
Leirljósblesóttur
F: IS2003186177 - Fróði frá Bakkakoti
M: IS1995281005 - Ljóska Ártúnum 
Ræktandi: Halla Bjarnadóttir
Eig./Sýn: Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir 

20 IS2008157831 Tópas frá Starrastöðum
Móbrúnslettuskjóttur,hringeygður
F: IS2004157830 - Fönix frá Starrastöðum
M: IS1986257838 - Fluga frá Lýtingsstöðum         
Rækt: Þórunn Eyjólfsdóttir
Eigandi: Tópas ehf. 
Sýnandi: Einar Kristinn Stefánsson

21 IS2008185726 Týr frá Pétursey 2
Jarpur
F: IS1994184553 - Sveinn-Hervar frá Þúfu
M: IS1987284123 - Elja frá Steinum
Rækt./Eig./Sýn.: Vilborg Smáradóttir

22 IS2008184229 Valíant frá Fornusöndum
Bleikálóttur
F: IS1997186183 - Sær frá Bakkakoti
M: IS1991258661 - Prinsessa frá Þverá I
Rækt./Eig: Guðmundur Ágúst Pétursson
Sýnandi: Vilborg Inga Magnúsdóttir


23 IS2008184062 Ögri frá Efri-Rotum
Jarpur
F: IS2001186915 - Vilmundur frá Feti
M: IS1996258311 - Frægð frá Hólum
Rækt./Eig./Sýn.: Jakob Lárusson

Merfolöld

1 IS2008284221 Bleikja frá Efri-Kvíhólma
Bleikstjörnótt
F: IS2002157745 - Mjölnir frá Héraðsdal 
M: IS1986285620 - Þögn frá Norður-Hvammi
Rækt./Eig./Sýn.: Jónas Hermannsson
2 IS2008285690 Blika frá Reyni
Jörp
F: IS2003155008 - Hugleikur frá Galtanesi
M: IS2000285761 - Næla frá Ytri-Sólheimum
Rækt./Eig./Sýnandi: Erna Guðrún Ólafsdóttir 

3 IS2008285601 Dögg frá Stóru-Heiði 
Jarpstjörnótt
F: IS2004181813 - Gulltoppur frá Þjóðólfshaga
M: IS1990284114 - Ábót frá Steinum
Rækt./Eig./Sýn.: Hermann Árnason

4 IS2008284172 Eik frá Fornusöndum 
Móbrún
F: IS2000184175 - Hreimur frá Fornusöndum  
M: IS1993286303 - Snerra frá Gunnarsholti  
Ræktandi: Axel Geirsson  
Eigandi./Sýnandi: Benedikt Þór Bárðarson 

5 IS2008284171 Ilmur frá Fornusöndum 
Rauðglófext
F: IS2001184159 - Klængur frá Skálakoti
M: IS1996285617 - Björk frá Norður-Hvammi
Rækt./Eig: Axel Geirsson

6 IS2008285771 Katla frá Norður-Götum 
Brún
F: IS1999181675 - Leiknir frá Vakursstöðum  
M: IS1999265302 - Röskva frá Skriðu  
Rækt/Eig.: Rex Capital ehf  
Sýnandi: Máni Orrason 

7 IS2008284156 Klók frá Skálakoti
Jörp
F: IS2001184159 - Klængur frá Skálakoti
M: IS2000284163 - Targa frá Skálakoti
Ræktandi/Eigandi: Guðmundur Viðarsson
Sýnandi: Birta Guðmundsdóttir    

8 IS2008285600 Kolka frá Stóru-Heiði  
Móbrún
F: IS2004186183 - Óðinn frá Bakkakoti  
M: IS1990285600 - Dögun frá Stóru-Heiði  
Rækt./Eig./Sýn.: Hermann Árnason 

9 IS2008285751 Nótt frá Eyjarhólum
Svört
F: IS1991157345 - Hugi frá Hafsteinsstöðum
M: IS1996285750 - Dimma frá Eyjarhólum
Rækt./Eig./Sýn.: Þorlákur Sindri Björnsson &
Halldóra Gylfadóttir

10 IS2008284158 Salka frá Skálakoti  
Jörp
F: IS2001184159 - Klængur frá Skálakoti  
M: IS1994284182 - Rönd frá Moldnúpi 2  
Rækt./Eig./Sýn: Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir

11 IS2008284064 Sveifla frá Efri-Rotum
Brún
F: IS1994184553 - Sveinn-Hervar frá Þúfu
M: IS1992286162 - Stemma frá Strönd
Rækt./Eig./Sýn.: Jakob Lárusson

12 IS2008281001 Taktík frá Ártúnum  
Fagurjörp
F: IS1991176676 - Gauti frá Gautavík  
M: IS1996281003 - Áróra frá Ártúnum  
Rækt: Halla Bjarnadóttir  
Eig./Sýn: Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir 

13 IS2008285530 Tilfinning frá Vík
Grá, fædd rauð 
F: IS2000180515 - Líbrant frá Baldurshaga
M: IS1995285065 - Elding frá Teygingalæk
Rækt./Eig./Sýn: Sólveig Sigríður Gunnarsdóttir

14 IS2008284200 Tíska frá Efra-Hóli  
Jörp 
F: IS2004138737 Angantýr frá Lambanesi  
M: IS1998284201 Perla frá Efri-Hóli  
Rækt: Auðunn Óskar Jónason  
Eig: Rakel Ýr Björnsdóttir
Sýn: Vilborg Inga Magnúsdóttir

15 IS2008285750 Von frá Eyjarhólum     
Rauðtvístjörnótt
F: IS2000181814 - Kjarni frá Þjóðólfshaga     
M: IS1989285750 - Folda frá Eyjarhólum     
Rækt./Eig./Sýn: Þorlákur Sindri Björnsson & 

Halldóra Gylfadóttir


19.11.2008 15:20

Uppskeruhátíð hestakrakka

Jæja félagar í Hestamannafélaginu Sindra, þá er komið að því að hittast og hafa gaman. Við ætlum að hittast á Hótel Vík sunnudaginn 23. nóvember klukkan 13 og eiga góðan tíma saman. Ýmislegt verður brallað m.a. leikir, smá föndur, videogláp og pizzaát. Reiknað er með að "hátíðin" standi hátt til kl. 16.

Endilega skrifið hér fyrir neðan í athugasemdir og látið vita hverjir ætla að mæta svo að við vitum hvað á að gera ráð fyrir mörgum.

Athugið að þetta er eingöngu fyrir félagsmenn!

Hlakka til að hitta ykkur.
Æskulýðsnefndin

16.11.2008 01:10

Mikið um að vera

Jæja þá er skráningu á folaldasýninguna lokið, nú er bara að bíða spenntur eftir stóra deginum og sjá hver fer heim með gjafabréf fyrir folatollum og flottan bikar emoticon  í verðlaun fyrir fallegt folald.
Þetta verður frábært skemmtun og auðvitað er alltaf gaman að hitta aðra hestamenn og spá og spekúlera í stjörnum framtíðarinnar.
Maggi Ben lyfti grettistaki við undirbúning sýningarinnar og kunnum við öll honum bestu þakkir fyrir frábært framtak!!  emoticon

Nú stendur yfir frumtamningarnámskeið í heshúsinu í Eyjarhólum þar sem er samankominn góður hópur af skemmtilegu fólki að nema fræði Magga Lár. Það er ótrúlegt hvað eitthvað eins sáraeinfalt og að láta hest ganga í kring um sig inni í stíu er í raun flókin framkvæmd emoticon   það er alveg á hreinu að þetta nýtist okkur nemendum alveg heilan helling og ekki eingöngu í tamningum því að allar þessar æfingar sem við erum að læra eru alveg bráðsniðugar fyrir uppáhalds reiðhestinn okkar líka. 

10.11.2008 23:59

FOLALDASÝNINGIN

ATH!!!

Þið sem eigið eftir að skrá athugið að það eru bara 2 dagar til stefnu!!


Síðasti skráningardagur er 15. nóv

Folöldin þurfa að vera skráð í Feng til að komast inn á sýninguna. Ef þið eigið það eftir getið þið sent tölvpóst á petur@bssl.is með öllum upplýsingum og hann klárar skráninguna fyrir ykkur í hvelli.
Nú þegar er búið að skrá um 20 folöld og jafnvel von á fleiri skráningum enn. Það er til mikils að vinna því að vinningarnir eru ekki af verri endanum. Við erum komin með 17 folatolla sem ýmist verða í verðlaun fyrir bestu folöld sýningar eða jafnvel notaðir í óvæntri uppákomu á sýningardaginn sjálfan. Þar fyrir utan eru að sjálfsögðu verðlaunapeningar,  eigna- og farandbikarar og
eitthvað gotterí fyrir hestana frá Fóðurblöndunni.
Til að skrá getið þið sent Magga Ben tölvupóst í
maggiben@gmail.com eða bara hringt í kallinn í síma 893-3600.
Hér er listi yfir þá fola sem þátttakendur geta gert sér vonir um að leiða meri undir næsta sumar. Þetta eru allt mjög vel ættaðir folar, sumir með 1. verðlaun, einhverjir með 2. verðlaun og svo slatti af ungfolum sem flestir eru í tamningu og stefnt með í kynbótadóm næsta sumar.


Arfur frá Eyjarhólum
IS2007185750
F: Andvari frá Ey
M: Brynja frá Eyjarhólum

Ás frá Fornusöndum
IS2005184173
F: Hreimur frá Fornusöndum
M: Hvönn frá Suður-Fossi

Ás frá Strandarhjáleigu
IS2004184879
F: Þristur frá Feti
M: Skíma frá Búlandi

Blossi frá Hemlu
IS2005180601
F: Glampi frá Vatnsleysu
M: Gná frá Hemlu

Glóðar frá Reykjavík
IS1997125217
F: Roði frá Múla
M: Glóð frá Möðruvöllum


Grandi frá Skipaskaga
IS2005135026
F: Gári frá Auðsholtshjáleigu
M: Kvika frá Akranesi

Hrannar frá Þorlákshöfn
IS1999187197
F: Orri frá Þúfu
M: Koltinna frá Þorlákshöfn

Hróður frá Hvolsvelli
IS2005180921
F: Kjarni frá Þjóðólfshaga 1
M: Eydís frá Stokkseyri

Kinnskær frá Miðkoti 1
IS2007186240
F: Álfasteinn frá Selfossi
M: Katla frá Húsavík

Kórall frá Lækjarbotnum
IS2005186809
F: Sær frá Bakkakoti
M: Hraundís frá Lækjarbotnum

Seifur frá Efra-Apavatni
IS1993188879
F: Stígur frá Kjartansstöðum
M: Freyja frá Efra-Apavatni

Skæringur frá Skálakoti
IS2004184156
F: Oddur frá Selfossi
M: Orka frá Hraunbæ

Spói frá Hrólfsstaðahelli
IS2003186800
F: Stæll frá Miðkoti
M: Snilld frá Hrólfsstaðahelli

Sproti  frá Minni-Völlum
IS2005181564
F: Þóroddur frá Þóroddsstöðum
M: Hátíð frá Skarði

Steðji frá Skipaskaga
IS2007101043
F: Stáli frá Kjarri
M: Sjöfn frá Akranesi

Stormur frá Leirulæk
IS2001136756
F: Kolfinnur frá Kjarnholtum I
M: Daladís frá Leirulæk

Vígar frá Skarði 
IS1997186772
F: Ófeigur frá Flugumýri
M: Vaka frá Strönd


Þetta er fyrsta folaldasýning Hestamannafélagsins Sindra, hún er virkilega vegleg og mikill metnaður lagður í að gera þennan viðburð áhugaverðan og spennandi fyrir bæði áhorfendur og þátttakendur. 

Það eru engin skráningagjöld og ókeypis inn fyrir áhorfendur!

Á staðnum verður veitingasala og rennur ágóðinn af henni beint í afmælissjóð Hestamannafélagsins okkar sem verður 60 ára á næsta ári.

Nú er bara að taka laugardaginn 22. nóvember frá og mæta með alla fjölskylduna á þessa frábæru skemmtun sem hefst klukkan 13:00 í Skálakoti.


Hafið með ykkur penna og alla athyglisgáfuna því að áhorfendur velja fallegasta folald sýningar með því að skrifa nafnið á því á miða sem verður dreift á staðnum.

07.11.2008 10:45

ENN MEIRA AF FOLALDASÝNINGU

Já nú líður að folaldasýningu og ég minni á að síðasti skráningardagur er 15 nóvember.
En það er eitt sem forsvarsmönnum folaldasýnigarinnar vantar...
það vantar einhvern sem getur verið yfir veitingasölunni sem til stendur að hafa. það á að reyna að fá einhverja krakka til að vera og selja en það vantar höfuð yfir.
það væri rosalega gott ef einhver vildi vera svo yndislegur og taka það að sér.
Ef þú ert til þá hafðu sambandi við Magga Ben. Netfang og Sími hér neðar á síðunni.03.11.2008 19:37

FOLALDASÝNINGIN

Vildi bara minna ykkur á Folaldasýninguna í Skálakoti 22. nóvember kl 13.
Síðasti skráningardagur er 15. nóvember.
Hjá honum Magga Ben. Netfang og síma sjáið þið hér í færslu aðeins neðar á síðunni.
Hittumst hress og kát í Skálkoti.

02.11.2008 22:30

Frumtamningarnámskeiðið

Jæja nú koma frábærar fréttir emoticon
Námskeiðið er orðið fastsett og verður í hesthúsinu í Eyjarhólum helgina 15. - 16. nóvember.
Kennari er Maggi Lár og fjöldi þátttakenda er kominn upp í ellefu manns emoticon  sem er hreinlega frábært hjá okkur!!
Við byrjum klukkan 9 hér heima í stofu og hlustum á fyrirlestur hjá Magga og færum okkur svo út í hesthús þar sem hann verður með sýnikennslu áður en okkur verður hent út í djúpu laugina og látin vinna sjálf.
Það verður unnið fram að hádegi og eftir matinn verður bara haldið áfram að slá í gegn í hesthúsinu til ca. 17:30 báða dagana.
Við þurfum að koma með stallmúl, beisli, langan taum (7 - 8 metra), hnakk og hjálm.
Gott er að vera með taminn hest því að þá lærum við miklu meira og þurfum ekki að eyða helmingnum af tímanum í að hemja ótemjurnar. emoticon
Gjaldið er 11.000 kr á manninn og við þurfum að leggja það inn á reikn. 0317-13-302622  kt. 540776-0169 fyrir 12. nóv.  Vinsamlega sendið mér kvittun fyrir greiðslu á póstfangið dorag@hive.is


PS.
Þið sem komið með hesta eruð velkomin að koma með þá í Eyjarhóla á föstudeginum.


  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 183
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137952
Samtals gestir: 174216
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 13:57:15