Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2008 Október

25.10.2008 16:53

Blaðran sprungin...

Því miður fæ ég ekki nógu mörg ákveðin svör við þátttöku á frumtamningarnámskeiði og þar af leiðandi get ég engan vegin pantað hingað kennara upp á von og óvon.
Það verður semsagt ekkert af þessu námskeiði hjá okkur í haust.

Kveðja
Dóra

22.10.2008 08:03

FOLALDASÝNING...

Já gott fólk nú verður fjör framundan.

Til stendur að halda Folaldasýningu fyrir félaga í Hmf Sindra.
Hún verður haldin í Skálakoti laugardaginn 22. nóvember. kl 13:00.
Eina sem þið þurfið að gera er að hafa samband við hann Magga Ben og skrá ykkur. Annað hvort á netfangið maggiben@gmail.com  eða í síma 893-3600.
Nú skora ég á ykkur alla félaga sem eigið folöld að vera með og hafa gaman.
Folöldin verða dæmd og það verða verðlaun afhent.
þetta er auðvitað mest gert til skemmtunar en hver veit nema þið finnið drauma hestefnið ykkar þarna.

Svo má ég til svona í lokin að hrósa honum Magga Ben fyrir þetta framtak.. Því hann átti hugmyndina. Hann ætlar að framkvæma þetta og eina sem við hin þurfum að gera er að mæta á staðinn. Með folald/folöld ef þið eigið.

Hlakka til að sjá ykkur öll hress og kát.


Í Blá lokin minni ég á uppskeruhátíðina í Skálakoti 1. nóv kl 20.

Ps. mig vantar enn mynd af Hlyn og Draum og Ingibjörgu og Maístörnu.

Með félagskveðju úr snjónum í Vík.
Petra K. Kristinsdóttir
formaður


  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136504
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:43:44