Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2008 Júní

25.06.2008 20:42

Hestaþingi lokið....

Jæja gott fólk.
Þá er nú mótinu okkar lokið og gekk mjög vel allt saman.
Við fengum verðuga fulltrúa á Landsmót 2008 og þau eru:
Barnaflokkur:
Arna Sif Viðarsdóttir og Óskar frá Hafnarfirði.
Heiðrún Huld Jónsdóttir og Ómur frá Vörðufelli.
Unglingaflokkur:
Jóna Þórey Árnadóttir og Von frá Núpakoti
Ásta Alda Árnadóttir og Tinna frá Núpakoti.
Ungmennaflokkur:
Hlynur Guðmundsson og Draumur frá Ytri Skógum
B- flokkur gæðinga:
Kristall frá Fornusöndum, knapi Guðmundur Björgvinsson
Yrpa frá Skálakoti, knapi Ævar Örn Guðjónsson
A- flokkur gæðinga:
Vivaldi frá Presthúsum, knapi Ólafur Ásgeirsson
Elding frá Fornusöndum, knapi Logi Laxdal.

Eins og þið sjáið á þessu þá höfum við aldeilis ástæðu til að flykkjast á Landsmót og fylgjast með.
Dóra er búin að setja inn úrslitn á mótinu og fullt af myndum og þeir sem eiga myndir sem þeir vilja setja hér inn geta haft samband við mig eða Dóru.
Læt þetta duga í bili.
þar til næst
Sjáumst

 

24.06.2008 23:40

Tannröspun

Björgvin Þórisson dýralæknir

Oft er því fleygt fram að óþarfi sé að raspa hross og oft bent á villihesta til marks um að hestar komist af án tannhirðu. Raunin er sú að þau villihross sem hafa mikinn tannbrodd drepast vegna þess að þau nærast ekki. Náttúran sér þannig um að velja best tenntu einstaklingana úr hópnum - ,,hinir best tenntu lifa af".

Tannbroddar
Við tyggingu fæðu slitna jaxlar hrossa jafn óðum og þeir vaxa. Vegna þeirrar líffræðilegrar byggingar efri og neðri góms Ð efri gómur er breiðari en sá neðri Ð og vegna ónógra hliðarhreyfinga gómanna við tyggingu myndast broddur á ytri kant efri góms og innri kant neðri góms. Óhætt er að halda því fram að tannbroddar í hrossum hafi aukist í seinni tíð vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á fóðri. Gróffóður þ.e. gróft hey heldur broddum í skefjum en fínt hey og fóðurkögglar gera það í mun minna mæli.

Einkenni
Beislisbúnaður gerir það að verkum að þegar togað er í taumana þrýsta mélin kinnum og tungu hestsins að jöxlunum. Skarpir tannbroddar geta þá auðveldlega sært mjúkvefi munnholsins. Þegar hross með tannbrodd eru brúkuð og hafa sært sig verður knapinn oft var við eftirfarandi einkenni:

  • taumstífni á annan eða báða tauma
  • hesturinn skekkir hálsinn
  • blóðug froða
  • blæðing úr munni
  • hestur hristir hausinn
  • ofreising eða lágreising
  • rokur

Röspun
Nauðsynlegt er að líta yfir tennur hrossa að minnsta kosti einu sinni á ári og þá helst á þeim tíma sem hross eru tekin á hús áður en brúkun hefst. Mjög misjafnt er hversu mikill broddur myndast á jöxlum hrossa. Þegar raspað er þá á ekki að leggja áherslu á að raspa mikið heldur að raspa burt þá brodda sem eru hvassir og stórir. Ekki er nóg að raspa fremstu jaxlana heldur þarf að raspa alla jaxlaröðina aftur til þess að tryggja að hesturinn særi sig ekki. Þess ber þó að gæta að aftast í kokinu eru stórar æðar sem geta farið í sundur ef raspurinn er rekinn með miklu afli of djúpt í munnholið. Þegar dýralæknar raspa tennur geta þeir komið auga á ýmis tannvandamál sem geta verið til staðar hjá hestum og getur það verið frá litlum tanngöllum til mikilla tannskemmda.

Tannröspun á að vera fyrirbyggjandi aðgerð, að minnka líkur á að tennur hesta særi þá. Hestamönnum ber þó einnig að líta í eigin barm þegar upp koma vandamál tengd tönnum og munni hestsins. Athuga þarf hvort mél passi hestinum og eins þarf knapinn að endurskoða taumhald sitt.

Að raspa tennur er vandaverk og ekki sama hvernig það er gert. Eins og í ýmsu öðru er oft betur heima setið en af stað farið - því ef röspun er ekki rétt gerð getur hún skapað ný vandamál eða aukið á þau vandamál sem fyrir voru.

20.06.2008 23:47

Ráslistar í gæðingakeppni


B-flokkur

Nr Hestur Knapi
1 Kisa frá Hraunbæ Jóna Þórey Árnadóttir
2 Stormur frá Steinum Ásgerður Svava Gissurardóttir
3 Bið frá Skálakoti Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir
4 Þytur frá Vík í Mýrdal Solveig Sigríður Gunnarsdóttir
5 Íris frá Stóru-Heiði Hermann Árnason
6 Kristall frá Fornusöndum Guðmundur Björgvinsson
7 Kolskeggur frá Hlíðartungu Árni Gunnarsson
8 Álsey frá Fornusöndum Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir
9 Fengur frá Krossi Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir
10 Yrpa frá Skálakoti Ævar Örn Guðjónsson
11 Gæi frá Laugardælum Solveig Sigríður Gunnarsdóttir
12 Héla frá Skammbeinsstöðum 1 Ásgerður Svava Gissurardóttir
13 Gima frá Laugardælum Árni Gunnarsson
14 Perla frá Eyjarhólum Þorlákur Sindri Björnsson
15 Maístjarna frá Spágilsstöðum Ingibjörg Matthíasdóttir
16 Fálki frá Álftagróf Orri Örvarsson
17 Sygin 87 frá Skálakoti Vignir Siggeirsson
18 Stakkur frá Kambi Jónas Smári Hermannsson
19 Tinna frá Núpakoti Ásta Alda Árnadóttir
20 Rúbín frá Ytri-Skógum Árni Gunnarsson
21 Hrund frá Minni-Borg Solveig Sigríður Gunnarsdóttir


A-flokkur

Nr Hestur Knapi
1 Lukka frá Önundarhorni Hlynur Guðmundsson
2 Losti II frá Norður-Hvammi Axel Geirsson
3 Forseti frá Fornusöndum Þorgerður Jóna Guðmundsd
4 Vivaldi frá Presthúsum II Ólafur Ásgeirsson
5 Hylling frá Bakkakoti Orri Örvarsson
6 Andvari frá Eyvindarhólum 1 Árni Gunnarsson
7 Silvía frá Fornusöndum Ragnar Eggert Ágústsson
8 Griffill frá Holti Guðmundur Jónsson
9 Stýra frá Kópavogi Gyða  Árný Helgadóttir
10 Litli-Jarpur frá Bakka Milena Saveria Van den Heerik
11 Númi frá Stóru-Heiði Hermann Árnason
12 Elding frá Fornusöndum Logi Þór Laxdal
13 Þvengur frá Skálakoti Vignir Siggeirsson
14 Fáfnir frá Stóra-Dal Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir
15 Sól frá Norður-Hvammi Jónas Smári Hermannsson
16 Þytur frá Vík í Mýrdal Solveig Sigríður Gunnarsdóttir
17 Blökk frá Króki Orri Örvarsson
18 Drottning frá Fornusöndum Logi Þór Laxdal
19 Pjakkur frá Bakkakoti Axel Geirsson
20 Draumur frá Ytri-Skógum Hlynur Guðmundsson
21 Kveikur frá Norður-Hvammi Þráinn Ragnarsson
22 Ómur frá Fornusöndum Guðmundur Björgvinsson
23 Litfari frá Kletti Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir

18.06.2008 13:58

Æskulýðsmótið!!

Halló, nú er ég aftur að impra aðeins á æskulýðsmótinu, það byrjar á morgun kl 16:00 og þið megið endilega skrá ykkur hér fyrir neðan krakkar eða heyra í mér í síma 867-1486. Frekari upplýsingar eru hér neðar á síðunni.

Með kveðju Vilborg

18.06.2008 13:13

FÖSTUDAGSREIÐTÚR!!!!!

   FÖSTUDAGSREIÐTÚR

Hinn árlegi, ómissandi, ?óskipulagði? föstudagsreiðtúr verður farinn föstudaginn 20. júní.

Brottför er stundvíslega klukkan 22:00 frá Sindravelli.

Skráning er hjá Atla í síma 8694818 eða Láru í síma 8634310 og skal henni lokið í síðasta lagi klukkan 21:00 sama kvöld.

 

Með von um góða þáttöku

Ferða og fræðslunefnd

 

18.06.2008 07:56

LANDSMÓT FRH

Fyrir ykkur Sindrafélagar sem ætlið á Landsmót 2008 þá lét ég taka frá tjaldsvæði og beitarhólf á nafni Hmf- Sindra. þar sem að ég fékk spurningu frá landsmótshöldurum hvort við þyrftum á því að halda. Þannig að nú getið þið notfært ykkur þetta.

Einnig auglýsi ég enn og aftur eftir fólki til að vinna á Landsmóti.

Skráning á Sindramótið á að vera lokið en eftirlegu kindurnar hafa daginn í dag til að redda sér fyrir horn. Munið bara að hafa IS númer hestsins.

Einnig minni ég á að þetta er innanfélagsmót og keppendur þurfa að vera félagar í Hmf Sindra. það er búið að loka fyrir skráningu inn í félagið fyrir mót.
En þeir sem vilja keppa sem gestir eru velkomnir.

læt þetta duga í bili og set kanski inn tölur yfir fjölda skráninga á morgun ef ég er í stuði...
þar til næst
Sjáumst

17.06.2008 15:38

LANDSMÓT

Sindri á að senda starfsmenn á Landsmót og nú auglýsi ég hér með eftir fólki sem getur unnið eitthvað... Þó ekki sé nema 1 dagur eða partur úr degi allt er vel þegið.
sendið mér annað hvort e-mail á solheimar2@simnet.is  eða hringið í mig í síma 487-1322 eða 866-0786

Sem allra allra fyrst.
Petra

15.06.2008 23:50

Reglur um járningar

1.1.1   Járningar

1.1.1.1     Halli hófs

Halli hófs skal vera í samræmi við halla kjúkubeins.

1.1.1.2     Lengd hófs

Lengd hófsins skal vera eðlileg.  Hófveggurinn má ekki vera lengri en 10mm niður fyrir hófbotn, mældur á tásvæði.  Allar gervilengingar eru bannaðar.

1.1.1.3     Skeifur

Sé hestur járnaður er einungis heimilt að nota skeifur sem sérstaklega eru gerðar til þess að þjóna sem skeifur fyrir hesta.  Allir fjórir fætur skulu þá vera járnaðir.  Allar fjórar skeifur þurfa að vera úr sama efni.  Eðlisþyngd efnisins má ekki vera meiri en venjulegs skeifnajárns.  Skeifan má að hámarki vera 10.0 mm að þykkt og 23,0 mm á breidd og skulu vera jafnar að lögun.  Eðlilegt slit er leyft. 

Ákvörðun dómara um lögmæti skeifu á tilteknu móti er endanleg fyrir það tiltekna mót.

1.1.1.4     Staðsetning skeifu

Skeifan má ekki fara fram fyrir eðlilega tálínu hófsins og að aftan ekki aftar en lóðrétt lína dregin niður af þófa/hæl.

1.1.1.5     Skaflar

Leyfðir eru tveir venjulegir skaflar á hverja skeifu, hnykktir, soðnir eða skrúfaðir, ein á hvorn hæl skeifunnar.  Skafl má ekki vera stærri en: 15 x 15 x 12 mm (l x b x h) og má ekki vera festur með meira en 4 suðupunktum. Hafi skaflar brodd(karbít), má hann ekki ná meira en 3 mm niður fyrir skaflinn.

1.1.1.6     Uppslættir

Leyfðir eru að hámarki þrír uppslættir, hver að hámarki 2 mm að þykkt á hverja skeifu. Ásoðnir uppslættir eru ekki leyfðir.

1.1.1.7     Ásuður og pottanir

Ásuður og pottanir eru ekki leyfðar.

1.1.1.8     Botnar

Nota má hringi úr leðri og gerviefni sem og botna, opna fleyga og fleygbotna.   Flatir botnar og hringir skulu fylgja lögun skeifunnar, og mega vera að hámarki 5 mm þykkir.  Opnir fleygar og fleygbotnar mega vera að hámarki 8 mm þykkir á hæl og að hámarki 2 mm í tá.  Sé botn og/eða fyllingarefni notað má skeifa ekki vera þykkri en 8,0 mm.  Með 10 mm skeifu má einungis nota hring (krans).  Einungis er heimilt að nota einn hring eða botn eða fleyg á hvern fót.  Styrkingar, sem stuðla að réttri virkni botnsins/hringsins  eru leyfilegar.

Ákvörðun dómara um lögmæti botns,hrings eða fleygs á tilteknu móti er endanleg fyrir það tiltekna mót.

1.1.1.9     Bannaðar skeifur, hringir og botnar

Þær skeifur, hringir eða botnar sem greinilega eru ekki framleiddir í þeim tilgangi að notast fyrir reiðhesta eru bannaðir.

Til viðbótar þessari almennu reglu heldur sportnefndin lista yfir skeifur, hringi og botna sem eru af sérstökum ástæðum ekki leyfðar.  Listinn inniheldur lýsingu og mynd af viðkomandi skeifu, hring eða botni.  Listinn er birtur á heimasíðu FEIF, www.feif.org og heimasíðu LH www.lhhestar.is.

Til að bæta ákveðinni skeifu, botni eða hring inn á lista yfir bannaðar skeifur, botna eða hringi, geta sportfulltrúar hvers lands, meðlimir íþróttanefndar FEIF og alþjóðlegir íþróttadómarar lagt fram tillögur til íþróttanefndar FEIF.  Greinileg lýsing, skýr mynd og gildur rökstuðningur skal fylgja slíkri tillögu.  Íþróttanefnd FEIF fer yfir slíkar tillögur að minnsta kosti þrisvar á ári, nema það sé sérstök ástæða til að taka ákvörðun með stuttum fyrirvara.

Árlegur fundur íþróttafulltrúa getur tekið ákvörðun um að taka skeifur, botna eða hringi út af lista yfir bannaðar skeifur, botna eða hringi.

1.1.2   Hlífar

Leyfðar eru hlífar, fyrir ofan hófbotn að hámarki 250 gr á hvern fót.   Ekki má breyta hlífðarútbúnaði frá því að komið er inn á hringvöllinn þar til sýningu er lokið. 

Ef hlíf fellur af í forkeppni skal knapinn ákveða hvort hann lýkur sýningu án hlífarinnar eða hættir keppni.

Hlíf sem fellur af á meðan á úrslitum stendur, má setja á aftur með leyfi dómara á meðan einkunnir eru lesnar upp á milli atriða eða á milli skeiðspretta í fimmgangi.   Slitni hlíf á meðan á úrslitum stendur, má með leyfi dómara setja samskonar hlíf á aftur.

Þessar reglur gilda fyrir allt keppnissvæðið sem og allan tímann sem mót stendur.

1.1.2.1     Endurjárningar

Ekki má járna hest aftur, eftir að hann hefur hafið keppni í sinni fyrstu grein, nema með leyfi yfirdómara.

1.1.2.2     Járninga- og hlífaskoðun

Skoðun á járningum og hlífum er á ábyrgð dómara.  Ef ekki er um opinbera, kerfisbundna fótaskoðun að ræða skal gefa knöpum kost á að fá járningar og hlífar skoðaðar fyrir upphaf keppni. Á meðan á keppni stendur, geta starfsmenn vallarins skoðað reiðtygi um leið og hver hestur yfirgefur völl eftir að hafa lokið keppni.  Ef ekki er um kerfisbundna skoðun að ræða, skal taka tilviljunarkennt úrtak úr ráslista og skoða hjá þeim.  Þá skal einnig ávallt skoða einn af efstu þremur hestum í hverri keppnisgrein og skal dregið um hver þeirra kemur til skoðunar.  Knapar skulu vera undir það búnir að draga undan hesti sínum, séu þeir dregnir út til fótaskoðunar.

Leiki minnsti vafi á því að mati dómara að reglur um járningar eða hlífar hafi verið brotnar, getur hvaða dómari sem er farið fram á sérstaka skoðun.  Einn eða fleiri dómarar sem valdir hafa verið til þessara starfa, framkvæma skoðunina.  Knapinn og dómarar geta farið fram á aðstoð mótsjárningamanns eða mótsdýralæknis.  Dómararnir skera úr um hvort járning og/eða hlífar uppfylli reglugerð.  Þeir geta farið fram á að skeifa sé fjarlægð og sett undir að nýju.  Knapi hefur ekki rétt á að fara fram á bætur.  Ef mótsjárningamaður fjarlægir skeifu skal kostnaður greiddur af mótshöldurum, annars er kostnaður á ábyrgð þess knapa sem í hlut á.

Á öllum mótum skal knapi upplýsa yfirdómara eða þann dómara sem sér um fótaskoðun um notkun botna.  Gera skal lista yfir þau hross sem járnuð eru á botna.  Hópur dómara skal draga út nokkra hesta af þessum lista.  Draga skal undan þeim hrossum til skoðunar.  Sé hestur sem dreginn er út til skoðunar járnaður á botna, skal fjarlægja botninn til skoðunar. 

Venjulega skal ekki fjarlægja skeifur af sama hestinum oftar en einu sinni á sama móti.  Hesta, sem hafa verið dregnir út eða teknir út til skoðunar, má járna aftur en aðeins undir eftirliti yfirdómara eða fulltrúa hans.

Knapinn sem í hlut á hefur engan rétt á að fara fram á bætur.  Fari knapi ekki að fyrirmælum dómara verður hesturinn útilokaður frá allri þátttöku á viðkomandi móti. 

14.06.2008 11:32

Æskulýðsmót

Jæja krakkar, eitthvað sofnaði ég á verðinum með að auglýsa æskulýðsmótið því auglýsingin kemur ekki í Vitann fyrr en á fimmtudaginn. Ég geri samt ráð fyrir að flestir félagsmenn gluggi hingað inn svona öðruhverju þar sem nú er einmitt "high-season" hjá okkur svo vonandi kemur þetta ekki að sök!;-)

Æskulýðsmótið byrjar sem sagt fimmtudaginn 19. júní og ætlum við okkur að byrja á því að koma okkur fyrir í tjaldbúðum um kl. 16:00. Þið þurfið því að útvega ykkur tjald eða vera nokkur saman um tjald. Marijolin Tiepen ætlar að kenna okkur kúnstirnar við sýningu og á meðan verða leikir og gleði fyrir þá sem bíða. Við borðum sameiginlegan kvöldmat um kvöldið í boði hestamannafélagsins og Víkurskála en hugsunin er sú að þið hafið með ykkur nesti fyrir morguninn og hádegið, líklegt þykir mér að ég nái einhverjum foreldrum til að baka fyrir okkur eitthvað bakkelsi í kaffitímann svo þið getið reynt að snúa líka aðeins upp á hendurnar á þeim með það.:-) Marijolin kennir okkur svo ítarlegar á föstudeginum og reikna ég með því að við verðum búin um kl 17:00.

Einnig langar mig að vita hvort þið hafið áhuga á svona grímureið eins og hugmynd kom um á sýningunni sem við fórum á í vor, og þá er ekki seinna vænna fyrir ykkur og foreldrana að fara að huga að búningum!;-)

Vinsamlegast skráið ykkur hér undir í athugasemdir en fyrir frekari upplýsingar er síminn minn 867-1486

Með kveðju Vilborg

10.06.2008 10:01

FÉLAGSGJÖLD OG VINNUKVÖLD

Jæja gott fólk.
Gjaldkerinn vill fá meira í kassann og hvetur þau ykkur sem eiga eftir að borga félagsgjöldin að gera það. Þið vitið að þeir sem skulda félagsgjöld geta ekki keppt...

Það verður farið í að gera völlinn fínann á sunnudagskvöld.
Takið með ykkur smiðabeltið því við ætlum að smíða eitt stykki pall í kringum sjoppuna.
Við byrjum kl 19:30.
Látið alla félagsmenn vita og fjölmennum á völlinn.
Munið að margar hendur vinna létt verk.

Að lokum.
Þar sem að ég er nú mjög svo forvitin manneskja. Þá langar mig soldið að byðja ykkur að kvitta við þessa færslu.. Þurfið ekkert að segja ef þið viljið. En mig langar soldið að sjá hvort það eru fleiri en félagsmenn sem kíkja hér inn og hvaða félagsmenn það eru.. Mér kemur það ekkert við ég veit það en það er gaman að sjá hvaða gestir kíkja í heimsókn.
 
Sjáumst á Sindravelli á Sunnudaginn með bros á vör og hamar í hendi..
Hver veit nema formaðurinn koma endurnærður úr Borganesi með eitthvað með kaffinu handa vinnandi fólki.

09.06.2008 11:13

!!!!HESTAÞING SINDRA 2008!!!!!

Hestaþing Sindra

2008. 

Verður haldið dagana 21-22. júní 2008 á Sindravelli

Dagskrá.

lAUGARDAGUR:

Kl 10:00 Forkeppni í B- flokki gæðinga.

Kl 13:00 Hópreið og Mótssetning

Forkeppni í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna og A- flokki

Athugið að keppnisröð verður samkvæmt mótsskrá.

Kl 19:00 Töltkeppni, opin öllum. Keppt verður til úrslita.

  1. verðlaun 50.000 kr. skráningargjald 2500 kr. og greiðist fyrir keppni. Eftir töltkeppnina fer fram keppni í 100 m fljótandi skeiði.

Kvöldvaka í boði skemmtinefndar. 

Sunnudagur 22. júní.

Kl 11:00 úrslit í B- flokki gæðinga

Polla, barna, unglinga, ungmenna og A flokki gæðinga

Kl 14:30 Kappreiðar- opnar öllum.

Keppt verður í:

150m skeiði- 1. verðlaun 25.000 kr og skráningargjald 2500 og greiðist fyrir hlaup.

300m brokk

300m stökk

250m skeið.

Ekki er hægt að skrá sig á staðnum.

Skráning hjá:

Petru: símar 487-1322/866-0786. netfang: solheimar2@simnet.is

Guðnýju: 487-1411/659-8811. netfang: krol@emax.is

Við skráningu þarf að koma fram IS númer hests og KT keppanda.

Skráningu líkur á miðnætti þriðjudaginn 17. júní.

Ath. Breytta röðun á dagskrá.

Mótanefnd

03.06.2008 10:29

GJAFIR TIL SINDRA

Já nú er Reiðskólinn í Vík á fullu þessa dagana og hefur það auðvitað gengið mjög vel.
Sem betur fer þá kemur maður í manns stað og við gátum leyst það að Óskar gat ekki verið eins mikið með og hann ætlaði.
En núna rétt fyrir reiðskólann þá fengum við flottar gjafir frá fyrirtækinu Dogsledding.is sem þau Linda og Siggi reka á Mýrdalsjökli.
En það voru 3 barnahnakkar með öryggisístöðum, 10 kambar og 2 pokar af Hnokka.
Þetta kemur sér auðvitað mjög vel fyrir félagið. Því nóg var af hnökkum sem þó þurfti að fá lánaða.
Við þökkum að sjálfsögðu kærlega fyrir okkur

Hér sjáum við svo herlegheitin ásamt þeim Vilborgu, Óskari, Lindu, Sigga og undirritaðri. Fyrir framan eru svo þær Guðbjörg og Emilía og hún Ólöf.
Enn og aftur takk fyrir kærlega.
Látum þetta duga í bili
Þar til næst.
Sjáumst
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136533
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:14:33