Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2008 Maí

30.05.2008 15:24

Reiðskólinn

  Jæja þá er reiðskólinn hér í Víkinni alveg að hefjast og mig langaði bara að koma að þökkum til ykkar allra hjálpfúsu félagsmanna.
  Skráningin í reiðskólann er í hámarki núna undan farinna ára eða 96 skráningar, við erum auðvitað mjög ánægð með þátttökuna en jafnframt örlar fyrir pínu litlum kvíða að takast á við verkefnið þar sem Óskar getur ekki staðið að skólanum eins og ætlað var. Hann er nú bústjóri á Suður-Fossi svo hann kemst minna frá en ætlað var. Fréttir af Birgittu litlu eru samt núna mjög góðar svo aldrei er að vita nema Óskar nái restinni með mér.
  En það var ekki að spyrja að því margir eru tilbúnir að hlaupa undir um leið og kreppir að og Linda og Siggi eru mínar stoðir um þessar mundir, einnig ætla Lolla Sigga, Andrína, Petra og Dóra að stökkva inní og kenna með mér, auk þess að Ásta Alda og Björk verða nýttar að fullu. Árni sér um að járna fyrir mig og færa mér hross, héðan og þaðan, svo fæ ég auðvitað lánuð reiðtygi hér og þar og svo ég tali nú ekki um gæðinga félagsmanna sem allt þetta stendur nú og fellur með!
  Kærar þakkir fyrir allir, bæði stórt og smátt.

Með kveðju Vilborg

18.05.2008 13:18

Reiðskólar Sindra 2008

Jæja allir, þá er komið að reiðskólum Sindra 2008 og eru þegar hafnar skráningar.

Reiðskólinn í Vík verður dagana 1. til 7. júní og svo verður reiðskólasýning þann 8. júní eftir námskeiðið, þar verður auðvitað glatt á hjalla, leikir, grill og gaman. Kennarar í Vík eru Vilborg Smáradóttir og Óskar Sigurður Þorsteinsson, auk þess að Björk Smára og Ásta Alda Árna verða óspart notaðar sem aðstoðarkennarar, nú svo eru auðvitað fleiri búnir að bjóða fram aðstoð sína, m.a. bakstur og bakkelsi í kennara og hnakkaherslur og fleira! Við fáum hesthúsið hjá Hermanni eins og vanalega og yfir okkur rignir svo framboð gæðinga félagsmanna svo við erum alveg á grænni grein hérna í Víkinni.

Reiðskólinn í Skálakoti verður svo dagana 7. júní til 13. júní og þar verður reiðskólasýningin 14. júní. Kennarar þar eru Halldóra Gylfadóttir (Dóra í Eyjarhólum) og Anki (vinnukona í Skálakoti). Við fáum alla aðstöðu, reiðtygi og hesta hjá Mumma og erum ævinlega þakklát fyrir.

Verð á mann í reiðskólann er krónur 5.000.- en 4.500.- fyrir félagsmenn, auk þess er fjölskylduafsláttur sem reiknast á hvern auka mann í fjölskyldunni.

Skráning í Vík er hjá Vilborgu á e-mail isbud@simnet.is eða síma 867-1486 og hjá Óskari í síma 866-1021, skráning þarf að berast fyrir miðvikudaginn 28. maí.

Skráning í Skálakot er svo hjá Dóru á e-mail dorag@hive.is eða í síma 895-5738 og þarf skráning að hafa borist fyrir miðvikudaginn 4. júní.

Sjáums svo í reiðskólanum krakkar
Með kveðju Vilborg  

14.05.2008 01:21

Góður pistill

Ég rakst á þennan frábæra pistil eftir Ingimar Sveinsson um frjósemi kynbótahrossa og fannst tilvalið að smella honum hingað inn svo að þið gætuð lesið þetta líka.

--------------------------------------------------------------------

Ingimar Sveinsson

Hvanneyri

Áhrif fóðrunar og meðferðar á frjósemi kynbótahrossa.

Inngangur.

Fyrir rúmum áratug var góð frjósemi talinn einn af höfuðkostum íslenska hrossastofnsins.

Í dag er léleg frjósemi eða lágt fyljunarhlutfall hjá stóðhestum aðal áhyggjuefni hrossaræktenda. Því er tímabært að vekja umræðu um þetta vandamál og reyna að finna ástæður vandans .

Ekki ætla ég mér þá dul að ég hafi einhverja allsherjar lausn á vandamálinu, en vil hér aðeins benda á nokkur atriði sem hugsanlega geta haft áhrif þar á.

Hverjar eru líklegar orsakir skertrar frjósemi?

   

 1. 1. Minkandi frjósemi í stofninum ?

   

    

  1. a) Vegna rangs úrvals kynbótahrossa, einkum stóðhesta .

    

    

  2. b) Vegna aukinnar skyldleikaræktar.

    

    1. Vissulega hefur ekki verið tekið nægt tillit til frjósemi stóðhesta við úrval, en sú minkun í frjósemi sem gert hefur vart við sig að undanförnu getur vart verið nema að litlu leyti af þeim sökum á svo stuttu tímabili, eða aðeins rúmu ættliðabili.

     Skyldleikarækt hefur aðeins aukist í hrossastofninum á undanförnum áratug (Þorv. Kristjánsson mastersritgerð 2004). Sýnt hefur verið fram á í sumum erlendum hrossastofnum og öðru búfé að skyldleikarækt leiði til minkaðrar frjósemi, en skyldleikarækt íslenska hrossastofnsins í dag er ekki það mikil að hún sé veruleg orsök, og lélegt fanghlutfall er ekki, að séð verði, bundið við skyldleikaræktaða stóðhesta í þessu tilviki.

     Því virðist nærtækara að leita annarra orsaka

   2.Misbrestur á fóðrun og meðferð kynbótahrossa ?

   Mér finnst líklegri skýring á vandamálinu sé sú breyting sem orðið hefur á fóðuröflun og fóðrun á síðustu 10-15 árum.

   Hvað hefur breyst ?

   Fyrir rúmum áratug voru hross nær einvörðungu fóðruð á þurrheyi. Í dag eru þau mestmegnis fóðruð á ?heymeti". Heymeti kalla eg forþurrkað hey með yfir 50% þurrefni sem verkað er í plasthjúpuðum rúlluböggum eða ferböggum.

   Hvaða áhrif hefur breytingin?

   Hún hefur veruleg áhrif á vítamíninnihald fóðursins og þar með nýtingu steinefna.

   D-vítamín er forsenda fyrir nýtingu steinefnanna kalsíum (Ca) og fosfórs (P) úr fóðrinu. Skortur þessara efna, einkum fosfórs hefur áhrif á frjósemi.

    

   Gras inniheldur ekkert D-vítamín við slátt. Það myndast við skin sólarinnar á heyið eftir að það er slegið. Því styttri tími sem það liggur á velli því minna er D-vítamíninnihald þess. Sem sagt, hey verkað í plasti er D-vítamín snautt, sólþurrkað þurrhey auðugt af því.

   Íslenskt hey er yfirleitt með fremur lágt kalsíum- og fosfórinnihald og ef D-vítamín er einnig af skornum skammti í fóðrinu er veruleg hætta á skorti þessara steinefna.

   Úr þessu má auðveldlega bæta með viðeigandi steinefnagjöf og einni til tveimur matskeiðum af lýsi á dag yfir innistöðutímann.

   E-vítamín, sem oft er kallað frjósemisvítamín, hefur mjög afgerandi áhrif á frjósemi margra dýrategunda. Ekki er ólíklegt að svo sé einnig að einhverju leyti hjá hrossum.

   Tilraunir hafa sýnt að mikið álag og stress (algengt í stóðhestagirðingum) eykur bæði C- og E-vítamínþörf hrossa.

   Í dönskum tilraunum (Landsbladet Hest 3/97) jókst fyljunarhlutfall hryssna úr 58% í 78% við selen-E gjöf.

   E-vítamín og selen eru mjög tengd. Ef lítið er af öðru þeirra í fóðrinu þarf meira af hinu. Skortseinkenni þeirra eru þau sömu enda oftast talað um selen-E skort. Efnagreiningar á íslensku heyi hafa sýnt að seleninnihald er víða í eða undir lágmarki.

   Selen-E skortur hefur farið mikið í vöxt í nautgripum (ófrjósemi, kálfadauði, hvítvöðvasýki ) og einnig í hrossum á síðari árum (eftir rúllubaggavæðinguna).

   Selenskortur í hrossum lýsir sér sem stirðleiki og hvíðvöðvasýki í ungviði, stirðleiki (einkum í afturparti) og deyfð í reiðhrossum og getur í sumum tilfellum verið orsök fyrir að hryssur ekki hildgast.

   Rúllubaggar og selen-E.

   Selen er steinefni svo varla hefur verkunaraðferðin áhrif á innihald heysins af því.

   Meiri líkur eru á því að E-Vítamínið rýrni eða eyðileggist í rúlluböggunum. Talið er að E-vítamín geymist vel í mjólkusýrugerjuðu votheyi. Í heymeti (forþurrkuðu rúlluheyi) verður næstum engin gerjun. Kolsýra (Co2) sem myndast við öndun heysins í böggunum ver heyið skemmdum og líkur benda til að hún eyðileggi einnig E-vítamínið. Lágt innihald fóðursins af selen og/eða skortur á E-vítamíni getur haft veruleg áhrif á frjósemi.

   Úr þessu má bæta með viðeigandi steinefna og vítmíngjöf. Varast ber þó að offóðra með selen, því að mjög stutt er í eituráhrif.

   Fóðrun, meðferð og frjósemi stóðhesta.

   Sæðismyndun stóðhesta hefst löngu fyrir fengitíð og þarf því að haga fóðrun í samræmi við það og vanda til fóðrunar og meðferðar stóðhesta allt árið til að sem bestur árangur náist. Einnig eru sæðisbirgðir stóðhests ekki óþrjótandi.

   1. Því þarf að hugsa vel um mikið notaða stóðhesta strax að fengitíma loknum og byrja að undirbúa þá undir næstu ?vertíð"

   2. Byrja þarf að gefa þeim með beitinni strax í septemberlok.

   3. Fóðra þá á góðu fóðri (ekki mjög síðslegnu).

   4. Tryggja steinefna og vítamínþörf.

   5. Hófleg hreyfing og þjálfun er til bóta. (eftir að tekið er á hús)

   Skipuleggja á notkun eftirsóttra stóðhesta þannig að hámarks notkun og árangur náist.

   * 1. Við húsnotkun:

   a) Nota snuðrara en ekki eftirsótta stóðhesta til að leita á hryssunum. Það dregur úr

   fýsn stóðhests að leita á hryssum, og hættan á að þeir verði slegnir er mest við að

   leita hryssum sem ekki eru í látum. Við það geta þeir hvekkst og orðið tregari til að

   gagnast hryssum.

   b) Ekki ráðlegt að halda hryssu fyrr en á þriðja degi eftir að hún byrjar í látum og síðan

   ekki tíðar en annan hvern dag. Slíkt sparar stóðhestinn án þess að skerða fanglíkur.

   * 2. Í Stóðhestagirðingum

    

    

   a) Takmarka skal fjölda hryssna hjá hesti. (fjöldi kominn út í öfgar)

   Í flestum heimildum er varað við ofnotkun, einkum ungra stóðhesta. Hún er talin geta

   leitt til ýmissa óvana, sem stundum koma fram seinna og einnig til tímabundinnar eða

   jafnvel vararlegrar ófrjósemi. Í norskum tilraunum kom greinilega í ljós að frjósemi

   sumra stóðhesta minkaði verulega við mikla stöðuga brúkun.

   b) Tryggja þarf nægan og góðan haga (þessu er oft mjög ábótavant).

   . Gróður þarf að vera nægjanlegur og girðingarnar það grösugar að beitin endist út

   tímabilið. Stóðhestar eru mikið á ferðinni og gefa sér oft lítinn tíma til að bíta

   og fá því ekki næga næringu nema beitin sé það góð að þeir geti fyllt sig á stuttum

   tíma. (Aflagning dregur úr fýsn og frjósemi).

    

   Folaldshryssur sem mikið mjólka og ekki hafa næga beit liggja gjarnan niðri (fara

   ekki í hestalæti) og fyljast því ekki. Auk þess minkar mjólkurnyt þeirra, sem

   kemur þá fram í lélegum þrifum folalda.

   Góðar kynbótahryssur eru lykillinn að árangri í hrossarækt.

   Því verða ræktendur að vera kröfuharðir um val kynbótahrossa, og tryggja þeim sem besta fóðrun og umhirðu.

   Markmið góðs hrossaræktanda er:

     

   1. Að fá sem flest folöld undan góðu hryssunum sínum.

     

     

   2. Að þær festi fang þegar þeim er haldið, eignist hraust folöld árlega

     

    1. og skili þeim vænum að hausti.

    Eftirfarandi atriði í fóðrun og meðferð kynbótahryssna stuðla að því:

    1. Tryggja þarf nægilegt prótein, steinefni og vítamín í fóðrinu.

    2. Hryssur í þriflegum holdum halda best.

    3. Magrar hryssur halda ver en hryssur í þriflegum holdum.

    4. Mjög feitar hryssur halda ver en hæfilega feitar hryssur,

    en varast ber að láta þær leggja af rétt fyrir fengitímann.

    5. Hryssur í aflagningu halda illa burtséð frá holdafari þeirra.

    6. Bötun eða fengieldi bætir verulega frjósemi og fanglíkur

    7. Reynsla er fyrir því erlendis að hryssur í mikilli þjálfun eða

    brúkun fari ekki í hestalæti og /eða haldi illa fyrst eftir að

    þjálfun er hætt. Allt bendir til að svo sé einnig hérlendis.

    Því er árangursríkara að halda þeim á meðan þær eru í þjálfum.

    Að lokum:

    1. Það er dýrt að leiða undir hátt dæmdan og eftirsóttan stóðhest.

    2. Yfirleitt skilar sá kostnaður sér þó aftur í góðu afkvæmi.

    3. Það dýrasta af öllu er að eiga góðar hryssur og fá ekki undan þeim afkvæmi.

    4. Því ber að vanda eins og kostur er aðbúnað, fóðrun og alla meðferð kynbótahrossa.

    Með hrossaræktar kveðju

    Ingimar Sveinsson

    11.05.2008 23:35

    Landsmótsár


    Í tilefni þess að úrtaka fyrir landsmót verður haldin á Sindravelli í sumar setti ég hér inn smá punkta úr Lög og reglugerðir LH  þetta er heilmikil lesning sem einhverjir hafa örugglega gaman af að skoða.
     

    6.5  Val hrossa og keppenda á Landsmót

    Val hrossa í gæðingakeppni og keppenda í barna- unglinga og ungmennakeppni á landsmótum skal fara fram hjá félögunum eftir lögum og reglum LH um gæðingakeppni og barna- unglinga- og ungmennakeppni.  Ekki er barni, unglingi eða ungmenni heimilt að mæta með fleiri en eitt hross til úrtöku á landsmóti í sínum aldursflokki. Einkunnir í forkeppni skulu ávallt ráða vali hrossa á landsmót en ekki röðun úr úrslitakeppni sé hún viðhöfð.  Þá er félögum heimilt að hafa tvær umferðir og gildir þá betri árangur.
    7.2   Dómsatriði í gæðingakeppni:

    7.2.1  Fet

    Sýna skal fet að minnsta kosti hálfa langhlið til að fá meðaleinkunn eða hærra.

    7.2.2  Brokk

    Til að hreyfa einkunn skal hesturinn brokka a.m.k. 10 hestlengdir samfellt og til að fá meðaleinkunn eða hærra skal hann brokka eina langhlið hringvallarins.

    7.2.3  Hægt tölt

    Sýna skal hægt tölt samfellt eina langhlið 300m keppnisvallarins eða tilsvarandi vegalengd á beinni braut til að hljóta meðaleinkunn eða hærra.

    7.2.4  Greitt tölt

    Sama skilgreining og á hægu tölti nema hraðinn nokkuð yfir milliferðahraða til að ná meðaleinkunn eða hærra.

    7.2.5  Stökk

    Stökk skal sýna minnst heila langhlið 300m hringvallar til að fá meðaleinkunn eða hærra. Hesturinn skal stökkva af snerpu og mýkt í góðu jafnvægi með hreinum takti, svífa vel. Taka stökkið mjúklega og hæga stökkferðina án stífni og átaka.

    7.2.6  Tölt A-flokkur

    Frjáls hraði, þó er metið hærra ef hesturinn getur sýnt tölt með hraðamun.

    7.2.7  Skeið

    Til að hljóta meðaleinkunn eða hærra skal hesturinn fara á hreinu skeiði minnst 100m. Til að hljóta hæstu einkunn á hesturinn að taka skeið af snarpri stökkferð, skeiða flugskeið heilan sprett af mikilli snerpu án mistaka, niðurtaka átakalaus og mjúk, endar sprettinn vel.

    7.2.8  Vilji

    Dómatriðið ?vilji? telur til þeirra þátta í fari hestsins sem snerta skap hans og geð, s.s. fjör, kjark, snerpu, hlýðni og fylgni í reið.

    7.2.9  Fegurð í reið

    Það á fyrst og fremst við fegurð hestsins í reið s.s. líkamsbyggingu, höfuðburðar og uppsetningu, hreyfingu og fas, auk aðlögunar hestsins að stjórnun knapans. Þá ber einnig að líta á hátterni knapans, s.s. búnað, ásetu, taumhald og allt stjórnunarsamband við hestinn.


    10.05.2008 22:57

    ÚRTAKA FYRIR LANDSMÓT

    Jæja gott fólk...
    Það hafa orðið smávægilegar breytingar á Úrtökunni hjá okkur.
    Úrtaka fyrir Landsmót 2008 verður haldin á Hestaþingi Sindra 21. og 22. júní 2008.
    Vonandi verður þetta til þess að við fáum bæði sterkara mót hjá okkur og fleiri hafa tækifæri til að reyna að komast inn á Landsmót.
    Eins og fram hefur komið áður þá megum við senda 2 hesta í hvern flokk. Þannig að nú er um að gera að láta sig ekki vanta.
    Ég mun senda fréttabréf á alla varðandi þetta. Þannig að það ætti ekki að fara fram hjá neinum.
    Ef einhverjir formenn vilja koma einhverju að í bréfinu þá er bara um að gera að hafa samband.
    þar til næst
    Sjáumst

    05.05.2008 11:54

    Ormalyf í útigang

    Mikilvægast er að halda smiti á beitilandinu í lágmarki og forðast þannig að hross verði fyrir stórfelldum ormasýkingum. Ormalyf ber að notka kerfisbundið í þessum tilgangi og samhliða beitarskiptum. Það er til lítils að meðhöndla hross með ormalyfjum ef þau fara jafn harðan út á smitað beitiland.

    Vor- og sumarbeit / haust- og vetrarbeit
    Nauðsynlegt er að skipta beitilandinu upp milli vor og sumarbeitar annars vegar og haust og vetrarbeitar hins vegar. Með því að friða landið fyrir hrossabeit hálft árið eyðist ormasmitið á beitilandinu að mestu. Land sem hefur verið friðað fyrir hrossabeit í heilt ár er talið nánast laust við ormasmit og ætti að vera hægt að nýta það til hrossabeitar árið þar á eftir, frá hausti til hausts, án þess að ormasmitið verði mikið fyrr en í lokin. Þar sem ormasmit berst ekki á milli dýrategunda er hægt er að nýta landið til annarar búfjárbeitar annað hvert ár.

    Ormalyf þegar skipt er um hólf
    Nauðsynlegt er að gefa ormalyf þegar skipt er um hólf því að öðrum kosti verður smitið fljótt að magnast upp. Þetta á sérstaklega við um beitarskipti að vorinu. Þá ber að hafa í huga að það eru ekki síst fullorðnu hrossin sem smita landið þó svo minni hætta sé á að þau verði ormaveik. Þegar kemur fram á haustið nær nýtt smit ekki að magnast upp (fækkun eggja í taði og kaldara í veðri) en hross geta áfram smitast af lirfusmiti sem fyrir er á landinu frá undangengnu sumri. Ormalyfjagjöf að haustinu er nauðsynleg til að tryggja heilbrigði og hámarks fóðurnýtingu yfir veturinn.
    Hafi menn möguleika á að reka hross á afrétt frá miðju sumri og fram á haust heldur það ormasmiti í heimalöndum niðri. Landið er þá friðað á þeim tíma sem hættast er við að smitið magnist upp. Skilyrðislaust ætti að gefa öllum hrossum ormalyf áður en þau eru rekin á fjall. Gera verður ráð fyrir að folöld og tryppi séu þá þegar orðin sýkt og hætta er á að þau fái ormaveiki án þess að eigandinn verði þess var eða geti komið til hjálpar. Þá nýtist sumarið ekki eins vel til vaxtar og þroska og hætta er á að ormasmitið magnist upp á afréttinum því hrossin halda sig mikið í hópum og tiltekin svæði geta verið mikið bitin þó svo landrými sé mikið.

    Ormalyf fyrir folöld og tryppi
    Ef folöld og tryppi ganga í þröngum högum eða er haldið við hús að vori og/eða sumri er þörf á tíðari ormalyfjagjöfum. Þannig ættu öll folöld og hryssur að fá ormalyf þegar þau koma úr stóðhestagirðingum. Til að hindra að mikið spóluormasmit magnist upp þurfa folöld og tryppi að vera á rúmgóðu beitilandi og gott er að skipta um hólf frá ári til árs.
    Þar sem ormalyf er gefið aðeins tvisvar á ári er lítil hætta á að ónæmi myndist fyrir ormalyfinu. Venjulega er þó gefið sitthvort lyfið í þessi tvö skipti. Þar sem hrossum er haldið á þröngu landi og ormalyf gefið oftar, þarf að huga að ónæmi fyrir lyfjunum getur orðið vandamál og er ráðlegt að skipta um ormalyf á 2-3ja ára fresti í þeim tilgangi. Skipti menn of títt um ormalyf skapast hætta á fjölónæmi. Skynsamlegt er að nota öðru hvoru lyf sem heldur bandorminum í skefjum. 
     
    • 1


    Nafn:

    Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

    Um:

    Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

    Kennitala:

    540776-0169

    Bankanúmer:

    0317-26-100622

    Tenglar


    Flettingar í dag: 302
    Gestir í dag: 132
    Flettingar í gær: 249
    Gestir í gær: 150
    Samtals flettingar: 1136533
    Samtals gestir: 173513
    Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:14:33