Halló krakkar og þá kannski foreldrar líka!
Mér var að berast eftirfarandi póstur!
Kæri æskulýðsfulltrúi
Við erum að senda út bréf í öll félögin til að kanna áhuga á þátttöku í hestaíþróttum á unglinga landsmóti UMFÍ sem haldið verður dagana 1-3 ágúst 2008 í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina.
Okkur þætti vænt um að heyra frá ykkur, hvort áhugi er fyrir hendi hjá börnum og unglingum í ykkar félagi . Keppt er í tölti og fjórgangi barna 11-13 ára og tölti og fjórgangi unglinga 14-18 ára. Keppt er eftir FIPO reglum.
Við erum að reyna finna út c. fjölda keppenda til að geta boðið upp á sem besta aðstöðu fyrir keppendur, Mjög gott væri að fá svar frá ykkur fyrir 20 maí.
Endilega hafði samband ef þið viljið frekari uppl.
F.H. Háfeta.
Anna L. Gunnarsdóttir.
893-6782
heljar@simnet.is
Svo krakkar nú er bara að taka gæðingana til, þið megið hafa samband við mig og ég get skráð ykkur. Inni á Lhhestar.is undir æskulýðsnefnd LH og fræðsla er handbók þar sem þið getið lesið um reglur í barna og unglingakeppni á blaðsíðu 15, endilega kíkið á þetta:
http://www.landsmot.is/files/38/20080421230446994.pdfMeð kveðju Vilborg