Hestamannafélagið Sindri


20.01.2017 22:19

Skráning í félagsferð Sindra 11.-13. ágúst 2017

Nú er komið að skráningu í hestaferð ársins með eftirfarandi innborgun. Ákveðið hefur verið að hver og einn greiði 15.000 kr. staðfestingargjald sem rennur upp í heildargjaldið. Leggja skal upphæðina inn á reikning 317-26-7622, kt. 540776-0169 í sl. miðvikudaginn 15. febrúar næst komandi og senda tilkynningu á bumm_bumm@hotmail.com. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Meðfylgjandi er eldri auglýsing um ferðalýsingu. Farnar verða Löngufjörur á Snæfellsnesi dagana 11.-13. ágúst 2017 og gist á Hótel Eldborg. Um er að ræða eins til tveggja hesta lúxusferð (20-25 km dagsleið) og kostar hún 37.000 kr. pr mann. Innifalið í verðinu er leiðsögn um fjörurnar, akstur milli hótels og reiðleiðar, matur, gisting í tveggja manna herbergjum (uppbúin rúm), aðgangur að sundlaug og loks hagabeit fyrir einn hest. 1000 kr. aukalega fyrir helgina ef bætist við hestur. Til skoðunar verður að fá þjónustuaðila til að flytja hrossin vestur og til baka auk þess sem í boði eru leiguhross á staðnum fyrir þá sem ekki eiga hest en vildu upplifa stórkostlega náttúru og skemmtilegan félagsskap. Allar nánari upplýsingar fást með því að hafa samband við Sólveigu á facebook eða í netfanginu bumm_bumm@hotmail.com.


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 890501
Samtals gestir: 127221
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 01:23:08