Hestamannafélagið Sindri


Flokkur: Reiðskóli

25.05.2009 19:57

Reiðskólar Sindra

 
Reiðskólar Sindra verða í ár dagana 5. júní til 11. júní í Skálakoti og í Vík 7.júní til 13. júní. Reiðskólinn er fyrir alla krakka frá 6 ára aldri (fædd 2003) og kostar námskeiðið kr. 7.500.-, systkynaafsláttur er krónur 1.000.- fyrir félaga í hestamannafélaginu kostar kr 6.500.-.
 
Skráning í reiðskólann í Skálakoti er hjá Dóru
á e-mailið dorag@hive.is eða í síma 895-5738
 
en skráning í reiðskólann í Vík er
á e-mailið isbud@simnet.is hjá Vilborgu
og hjá Óskari í síma 866-1021
 
Skráning fyrir Skálakot er opin til mánudagsins  1. júní en til miðvikudagsins 3. júní vegna Víkur.
Við biðjum fólk að virða það við okkur að vegna mikillar þátttöku undanfarin ár höfum við ákveðið að taka ekki við skráningum eftir þann tíma, því er um að gera að vera tímanlega í því að ákveða sig.

Skráning er svo tekin gild við greiðslu þátttökugjaldsins.
 
Með kveðju
Reiðskóla- og æskulýðsnefnd hmf. Sindra
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137967
Samtals gestir: 174217
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 14:28:41