Hrannar býr yfir yndislegu geðslagi, mikilli mýkt og vilja. Mjög rúmur á öllum gangtegundum, með eðlisgóðan höfuðburð og mikið fas. Vel ættaður undan Orra frá Þúfu og Koltinnu frá þorlákshöfn. Koltinna hefur gefið mikla gæðinga og er undan Kolskeggi frá Kjarnholtum og 1 verðlauna Höfða-Gustsdóttur. Fyrstu afkvæmi Hrannars hafa það sameiginlegt umfram annað að hafa góða frambyggingu og útlit, gott ganglag og einstakt geðslag.
Hrannar verður í húsnotkun í Hafnarfirði fyrripart sumars en verður fyrra og seinna gangmál í Norður-Götum, þar sem hann tekur á móti merum.
Ætt Hrannars:
F: Orri frá Þúfu IS1986186055 FF: Otur frá Sauðárkróki IS1982151001 FM: Dama frá Þúfu IS1983284555 M: Koltinna frá Þorlákshöfn IS1992287199 MF: Kolskeggur frá Kjarnholtum 1 IS1989188560 MM: Tinna frá Svignaskarði IS1983236011
Kynbótadómur:
Sköpulag
Höfuð Háls/herðar/bógar Bak og lend Samræmi Fóragerð Réttleiki Hófar Prúðleiki
8.49
8.5 9 8 8.5 8 7.5 9 8
Kostir
Tölt Brokk Skeið Stökk Vilji og geðslag Fegurð í reið Fet Hægt tölt Hægt stökk