Þann 13. maí fæddist fyrsta folald sumarsins í Eyjarhólum.
Mamman er hin 20 vetra Folda frá Eyjarhólum og faðirinn Ægir frá Litlalandi. Hann hefur greinilega ekki verið að slóra við vinnuna sína heldur bara difið í að fylja merarnar, sem komu til hans, fljótt og vel.
Þetta er ljósmoldótt merfolald sem hlaut nafnið Framtíð eftir miklar vangaveltur
Hún Hjördís á Suður-Fossi sendi okkur rosalega skemmtilegar myndir af henni Hryðju litlu sem kom í heiminn í hríðarveðri þann 4. maí Mamman er Skerpla frá Tungufelli og hún er undan Kolfinni frá Kjarnholtum en pabbi Hryðju er sjálfur Ægir frá Litlalandi.