Hestamannafélagið Sindri


Flokkur: Folöld 2009

22.05.2009 18:55

Katla frá Eyjarhólum

Þann 19. maí kom annað folaldið þetta sumarið í Eyjarhólum


Perla frá Eyjarhólum kastaði fyrsta folaldinu sínu, brúnskjóttri meri sem verður trúlega grá. Hér er hún rétt 2ja tíma gömul.


Daman er undan Kletti frá Hvammi sem sést langar leiðir á þessum skemmtilega kúfótta lit.Hún var ekki að kippa  sér upp við það að mamma hennar væri í fótsnyrtingu og kúrði bara í hálminum á meðan.

19.05.2009 11:59

Framtíð frá Eyjarhólum

Þann 13. maí fæddist fyrsta folald sumarsins í Eyjarhólum.Mamman er hin 20 vetra Folda frá Eyjarhólum og faðirinn Ægir frá Litlalandi.
Hann hefur greinilega ekki verið að slóra við vinnuna sína heldur bara difið í að fylja merarnar, sem komu til hans, fljótt og vel.Þetta er ljósmoldótt merfolald sem hlaut nafnið Framtíð eftir miklar vangaveltur

06.05.2009 11:16

Hryðja frá Suður-Fossi

Hún Hjördís á Suður-Fossi sendi okkur rosalega skemmtilegar myndir af henni Hryðju litlu sem kom í heiminn í hríðarveðri þann 4. maí
Mamman er Skerpla frá Tungufelli og hún er undan Kolfinni frá Kjarnholtum en pabbi Hryðju er sjálfur Ægir frá Litlalandi. emoticon


Hér er hún að koma í heiminn emoticon


Stoltur eigandi að skoða gripinn


Daman farin að braggast

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136504
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:43:44