Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2015 Febrúar

27.02.2015 15:34

2. vetrarmót


Hér koma ráslistar fyrir vetrarmót 28.02. 
Við hefjum leika kl 13:00 og treystum því að allir verði mættir tímanlega og auðvitað með góða skapið og gleðina með sér.

Keppendur athugið að í öllum flokkum verða 2 holl nema hjá minna vönum en þar eru einungis 3 svo þar verður ekki forkeppni heldur farið beint í úrslit.


Keppendur í opnum flokkum vinsamlega leggið þátttökugjöld 1500 kr pr hest inn á reikning 0317-26-100622 kt. 540776-0169 í kvöld

Pollaflokkur
1. Kristín Gyða Einarsdóttir 5 ára

Gola frá Ytri-Sólheimum, rauð 14v
F: Sólon frá Hóli
M: Elding frá Eyvindarmúla
Eig. Petra Kristín Kristinsdóttir


2. Björn Vignir Ingason 7 ára

Erró  frá Stóru-Heiði, jarpur 20v
F: Röðull frá Steinum
M: List frá Stóru-Heiði
Eig. knapi


3. Lára Hlín Kjartansdóttir 7 ára

Þokki frá Eiríksstöðum, grár  17v
F: Toppur frá Eyjólfsstöðum
M: Blýja frá Eiríksstöðum
Eig. Kristín Helga Kristinsdóttir


4. Bragi Þór Solveigarson 2 ára

Þytur frá Vík í Mýrdal, brúnn 23v
F: Otur frá Sauðárkróki
M:
Eig. Sigríður Dóróthea ÁrnadóttirBarnaflokkur

1 holl
1. Birgitta Rós Ingadóttir

Hylling frá Pétursey, jörp 9v
F: Krókur frá Ásmundarstöðum
M: Elja frá Steinum
Eig. knapi


2. Kristín Ólafsdóttir 12 ára

Zodiak frá Helluvaði, sótrauður 16v
F: Spegill frá Kirkjubæ
M: Hekla frá Helluvaði
Eig. knapi


3. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir 12 ára

Von frá Eyjarhólum, rauðtvístjörnótt 6v
F: Kjarni frá Þjóðólfshaga 1
M: Folda frá Eyjarhólum
Eig. Þorlákur S. Björnsson / Halldóra Gylfadóttir2 holl
4. Elín Gróa Kjartansdóttir 11 ára

Glóa frá Bjarnarstöðum, glóbrún 16v
F: Ylur frá Bjarnastöðum
M: Hjördís frá Bjarnastöðum
Eig. Austurkot ehf


5. Tinna Elíasdóttir

Álfdís frá Jaðri, rauð 8v
F: Fannar frá  Ármóti
M: Árdís frá Ármóti
Eig. Vilborg Smáradóttir


6. Birna Sólveig Kristófersdóttir 12 ára

Hríma frá Ragnheiðarstöðum, móálótt 18v
F: Reykur frá Hoftúni
M: Hrefna frá Ólafsvík
Eig. Jón Geir ÓlafssonUnglingaflokkur

1 holl
1. Elín Árnadóttir

Blær frá Prestsbakka 7v brúnn
F: Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
M: Gígja frá Prestsbakka
Eig. knapi


2. Sigurjóna Kristófersdóttir 13

Glanni frá Hveragerði, brúnskjóttur 8v
F:
M:
Eig. Friðrik Friðriksson


3. Kolbrún Sóley Magnúsdóttir 16 ára

Draumadís frá Fornusöndum, rauðstjörnótt 8v
F: Hreimur frá Fornusöndum
M: Frigg frá Ytri-Skógum
Eig. knapi2 holl
4. Ólöf Sigurlína Einarsdóttir 14 ára

Bylur frá Ytri Sólheimum II 15v rauðblesóttur
F: Hringur frá Brekku
M: Elding frá Eyvindarmúla
Eig. Knapi


5. Þuríður Inga Gísladóttir

Otti frá Skarði, jarpur 12v
F: Andvari frá Ey
M: Orka frá Hala
Eig. knapiMinna vanir
1. Guðlaug Þorvaldsdóttir

Foss frá Vík 11v brúnblesóttur
F: Magni frá Prestsbakka
M: Blesa frá Núpakoti
Eig. Árni Gunnarsson


2. Hjördís Rut Jónsdóttir

Hryðja frá Suður-Fossi, brún 6v
F: Ægir frá Litlalandi
M: Skerpla frá Tungufelli
Eig. Hjördís Rut Jónsdóttir / Ingi Már Björnsson


3. Ásta Alda Árnadóttir

Kolskeggur frá Hlíðartungu, jarpur 16v
F: Demantur frá Miðkoti
M: Klara frá Hlíð 1
Eig. Elín ÁrnadóttirMeira vanir

1 holl 
1. Árni Gunnarsson

Tjörvi frá Prestsbakka 6v brúnn
F: Sveinn-Hervar frá Þúfu
M: Sunna frá Prestsbakka
Eig. Jón Jónsson og Ólafur Oddsson


2. Harpa Rún Jóhannsdóttir

Straumur frá Írafossi, brúnn 16v
F: Sproti frá Hæli
M: Orka frá Írafossi
Eig. Knapi


3. Vilborg Smáradóttir

Þoka frá Þjóðólfshaga 1, grá 6v
F: Kjarni frá Þjóðólfshaga 1
M: Hylling frá Kimbastöðum
Eig. Vilborg Smáradóttir2 holl
4. Þorlákur Sindri Björnsson

Stefnir frá Eyjarhólum, móbrúnn 5v
F: Ægir frá Litlalandi
M: Brynja frá Eyjarhólum
Eig. Halldóra Gylfadóttir og knapi


5. Árni Gunnarsson

Brynja frá Bræðratungu, brún 10v
F: Goði frá Miðsitju
M: Brana frá Bræðratungu
Eig. Jóna Þórey Árnadóttir


6. Þorsteinn Björn Einarsson

Kliður frá Efstu-Grund, rauður 8v
F: Kvistur frá Hvolsvelli
M: Kvika frá Hvolsvelli
Eig. knapi


Keppnisfyrirkomulag:

Keppnisröðun flokka er eftirfarandi:

Pollar, börn, unglingar, opinn flokkur minna vanir og að síðustu opinn flokkur meira vanir.
Keppt er á íþróttakeppnisvellinum.

Pollaflokkur 9 ára og yngri: Riðið er frjálst 1 til 2 hringir eftir þul, allir keppendur eru inni á vellinum í einu og er forkeppnin jafnframt úrslitin. Strax eftir úrslit flokksins er pollum veitt viðurkenning fyrir þátttöku en þeim ekki raðað í sæti.

Barnaflokkur 10 til 13 ára: Forkeppni: 3 keppendur eru inni á vellinum í einu, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt á vinstri hönd og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringir á vinstri hönd einnig.

Úrslit (c.a.10 mínútum eftir forkeppni barnaflokks): 6 keppendur ríða til úrslita, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt á vinstri hönd og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringi á hægri hönd.
Gefnar eru einkunnir, raðað í sæti eftir því og er verðlaunaafhending strax í kjölfar úrslitanna þar sem veittar eru medalíur fyrir 1.-3. sætið, auk þátttökuviðurkenningar fyrir aðra keppendur.

Unglingaflokkur 14 til 17 ára: Forkeppni: 3 keppendur eru inni á vellinum í einu, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt á vinstri hönd og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringir á vinstri hönd einnig.

Úrslit (c.a.10 mínútum eftir forkeppni unglingaflokks): 6 keppendur ríða til úrslita, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt á vinstri hönd og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringi á hægri hönd.
Gefnar eru einkunnir, raðað í sæti eftir því og er verðlaunaafhending strax í kjölfar úrslitanna þar sem veittar eru medalíur fyrir 1.-3. sætið.

Opinn flokkur minna og meira vanir: Forkeppni: 3 keppendur eru inni á vellinum í einu, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt á vinstri hönd og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringir á vinstri hönd einnig.

Úrslit (c.a.10 mínútum eftir forkeppni flokksins): 6 keppendur ríða til úrslita, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt á vinstri hönd og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringi á hægri hönd.
Gefnar eru einkunnir, raðað í sæti eftir því og er verðlaunaafhending strax í kjölfar úrslitann þar sem veittar eru medalíur fyrir 1.-3. sætið.

 

Séu þátttakendur í flokkunum 3 eða færri er forkeppni flokksins sleppt og úrslit riðin strax.


20.02.2015 23:32

2. vetrarmót


2. vetrarmót Sindra verður haldið laugardaginn 28. febrúar 2015 kl 13:00 á Sindravelli.
Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, minna- og meira vanir.
Skráning á netfangið dorajg@internet.is fyrir kl 23:30 fimmtudaginn  26. febrúar.
Við skráningu þarf að koma eftirfarandi fram;
Nafn, litur og aldur hests (ekki er verra að fá ættina)
Nafn knapa og aldur knapa í polla og barnaflokki.
Skráningargjöld eru 1500 kr flokki minna- og meira vanir.
Hlökkum til að sjá ykkur á Sindravelli.
Mótanefnd

Hestamannafélagið minnir líka á aðalfund félagsins á Ströndinni, Víkurskála föstudaginn 27. febrúar kl 20:30

15.02.2015 23:13

RANGÁRHÖLLIN 2. APRÍL: STÓRSÝNING SUNNLENSKRA HESTAMANNA!

Stórsýning sunnlenskra hestamanna verður haldin í Rangárhöllinni
á Hellu á skírdagskvöld, hinn 2. apríl næstkomandi. Það er
Rangárhöllin sem gengst fyrir sýningunni í samstarfi við sunnlenska
hestamenn og hrossaræktendur. Dagskrá sýningarinnar verður kynnt á næstu dögum, en stefnt er að því að þarna komi fram úrval hrossa
af Suðurlandi, stóðhestar, gæðingar, ræktunarhópar og
afkvæmahópar.

Sérstök áhersla verður lögð á að kynna unga stóðhesta, á
fjórða og fimmta vetur, og einnig munu koma fram eldri og þekktari
hestar sem þegar hafa sannað gildi sitt sem afkvæmahestar. Nokkrir
þekktir stóðhestar verða einnig hafðir til sýnis í hléi þar sem
gestir munu geta virt þá fyrir sér í návígi.

Á næstu dögum verður haft samband við fjölda hrossaræktenda og
eigenda hesta vegna sýningarinnar, en áhugasamir eru einnig hvattir
til að hafa samband við Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu til
að fá frekari upplýsingar. Engin skráningargjöld verða tekin vegna
hesta sem taka þátt og verði aðgöngumiða verður mjög stillt í
hóf.

Aðstandendur sýningarinnar hvetja hestamenn til að taka kvöldið
frá, þetta er á skírdagskvöld í miðri páskahelginni og
örugglega verður mikil umferð hestamanna um héraðið þessa daga og margir byrjaðir að huga að stóðhestanotkun fyrir vorið og
sumarið. Nánari fréttir munu berast næstu daga.


13.02.2015 12:02

Fréttatilkynning


Ísmót LH verða með örlitlu breyttu móti í ár, nýjum viðburði verður bætt við sem mun kallast Ískaldir! En þar munu ungmenna-, áhugamanna- og opin flokkur spreyta sig á svellinu. Svellkaldar verða á sínum stað í Skautahöllinni en Allra sterkustu mun flytja í Sprettshöllina.
Búið er að festa eftirfarandi dagsetningar:
7. mars                 - Ískaldir
21. mars              - Svellkaldar
4. apríl                  - Allra sterkustu

Skráningar hefjast von bráðar og er engin vafi á því að skráningarfjöldinn verður fljótur að fyllast!
Allur ágóði af skráningargjöldum rennur til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum.
Nánari upplýsingar síðar.

Landssamband hestamannafélaga 

06.02.2015 19:20

Félagsferðin 2015Ágætu Sindrafélagar,

 

Við ætlum að fara í hestaskemmtiferð helgina 14.-16. ágúst 2015.

Ágætt væri ef hver og einn væri með 2 hesta (ekki rekstur).

Riðið verður frá Hótel Fljótshlíð föstudaginn 14. um kl. 12.

Riðnir verða ca. 20 km.  Fólk gistir á Hótel Fljótshlíð, en hestar skildir eftir í haga. Á laugardeginum verða hestar sóttir og riðið að Hótel Fjótshlíð, ca 20 km. Gist þar. Á sunnudeginum er húsunum skilað fyrir kl. 12 og farið heim.

Búið er að taka frá 3 sumarhús

Aldurstakmark er 13 ára

Áhugasamir hafið samband í síma 898-1809 (Ása)

Ferðanefnd

Sifi, Páll Heiðar og Ása


02.02.2015 13:35

Úrslit 1. vertrarmóts


Hér koma loksins úrslit frá 1. vetrarmótinu okkar.
Þessi mynd varð að fylgja með því eini þátttakandinn í pollaflokki er svo duglegur að hann reið bara með barnaflokknum. Æskulýðsfrömuðurinn okkar hún Vilborg hjápaði örlítið til við að vekja áhuga hestsins hans Björns Vignis.


Pollaflokkur
1. Björn Vignir Ingason
Erró  frá Stóru-Heiði
F: Röðull frá Steinum
M: List frá Stóru-Heiði
Eig.
Barnaflokkur
12 stig 1. Tinna Elíasdóttir
Álfdís frá Jaðri 7v rauð
F: Fannar frá  Ármóti
M: Árdís frá Ármóti
Eig. Vilborg Smáradóttir
10 stig 2. Birgitta Rós Ingadóttir
Hylling frá Pétursey, jörp
F: Krókur frá Ásmundarstöðum
M: Elja frá Steinum
Eig.
8 stig 3. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir 12 ára
Von frá Eyjarhólum 6v rauðtvístjörnótt
F: Kjarni frá Þjóðólfshaga 1
M: Folda frá Eyjarhólum
Eig. Þorlákur S. Björnsson / Halldóra Gylfadóttir
Unglingaflokkur
12 stig 1. Elín Árnadóttir
Blær frá Prestsbakka 7v brúnn
F: Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
M: Gígja frá Prestsbakka
Eig. Eigandi : Elín Árnadóttir
10 stig 2. Þuríður Inga Gísladóttir
Otti frá Skarði, jarpur
F: Andvari frá Ey
M: Orka frá Hala
Eig. Knapi
8 stig 3. Ólöf Sigurlína Einarsdóttir 14 ára
Bylur frá Ytri Sólheimum II 15v rauðblesóttur
F: Hringur frá Brekku
M: Elding frá Eyvindarmúla
Eig. Knapi
Minna vanir
12 stig 1. Guðlaug Þorvaldsdóttir
Foss frá Vík 11v brúnblesóttur
F: Magni frá Prestsbakka
M: Blesa frá Núpakoti
Eig. Árni Gunnarsson
10 stig 2. Hjördís Rut Jónsdóttir
Hryðja frá Suður-Fossi
F: Ægir frá Litlalandi
M: Skerpla frá Tungufelli
Eig. Hjördís Rut Jónsdóttir / Ingi Már Björnsson
8 stig 3. Ásta Alda Árnadóttir
Dalvör frá Ey 10v jarpskjótt
F: Baugur frá Víðinesi 2
M: Jörp frá Ey 2
Eig. Árni Gunnarsson / Guðlaug Þorvaldsdóttir
Meira vanir
12 stig 1. Harpa Rún Jóhannsdóttir
Straumur frá Írafossi brúnn
F: Sproti frá Hæli
M: Orka frá Írafossi
Eig. Knapi
10 stig 2. Vilborg Smáradóttir
Þoka frá Þjóðólfshaga 1, grá
F: Kjarni frá Þjóðólfshaga 1
M: Hylling frá Kimbastöðum
Eig. Vilborg Smáradóttir
8 stig 3. Þorsteinn Björn Einarsson
Frigg frá Eyjarhólum 7v rauð
F: Andvari frá Ey
M: Dimma frá Eyjarhólum
Eig. Þorlákur Sindri Björnsson / Halldóra Gylfadóttir
7 stig 4. Árni Gunnarsson
Tjörvi frá Prestsbakka 6v brúnn
F: Sveinn-Hervar frá Þúfu
M: Sunna frá Prestsbakka
Eig. Jón Jónsson og Ólafur Oddsson

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 215
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137984
Samtals gestir: 174217
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 15:13:00