Firmakeppni hestamannafélagsins Sindra
verður haldin á Sindravelli mánudaginn 25. apríl (Annar í páskum) kl 14:00
Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, kvenna-, karla-, og unghrossaflokki (tryppi á 4 og 5 vetri)
Skráning er á netfangið solheimar2@simnet.is og í síma 866-0786 (Petra.) fyrir miðnætti 21. apríl. Áríðandi er að skráningar séu gerðar fyrirfram þar sem ætlunin er að birta ráslista á heimasíðunni, knapar geta skipt út hrossi eða dregið það úr keppni þrátt fyrir að hafa skráð það.
Firmakeppni er dæmd sem gæðingakeppni og munu pollar sýna brokk/tölt, börn brokk/tölt með hraðamun, unglingar og unghross hægt tölt, brokk og yfirferðagang (brokk/tölt) og kvenna og karlaflokkur sýna hægt tölt, brokk og yfirferðar tölt.
Kl 13:30 verður fundur með dómara í Sindrabúð þar sem hann útskýrir keppnisfyrirkomulag og svarar spurningum sem brennur á keppendum auk þess að möguleiki er að ræða við dómara eftir keppni til að fá ganglegar ábendingar um það hvað betur hefði mátt fara í sýningunni.
Með kveðju Mótanefnd