Hestamannafélagið Sindri


25.03.2017 12:13

Firmakeppni Sindra


Mótanefnd hefur tekið ákvörðun um að frá og með árinu í ár verið stílað inn á það að Firmakeppni hmf Sindra verði haldin annan í páskum. Nefndin hefur mikinn áhuga fyrir því að finna mótum félagsins dagsettningar sem rekast síður á aðra viðburði í hestamennskunni og að auki séu líklegar til að sem flestir félagsmenn (og aðrir þegar á við) hafið tök á að taka þátt á mótunum. Nefndin telur annan í páskum hentugri dagsettningu til móts en skírdagur þar sem skírdagur er í mögum tilfellum nýttur sem fermingardagur og þó að hann sé ekki fermingardagur á svæðinu okkar eru félagsmenn oft gestir í veislum þennan dag. Að auki er Stórsýning sunnlenskra hestamanna haldin á skírdag á Hellu, þar höfum við átt þáttakendur og munum einnig eiga í ár sem eru líkur til að verði til þessað minni þátttaka verði á Firmakeppni. Það er því okkar von að Firmakeppni festi rætur og sómi sér vel á annan í páskum árlega.
Stefnt er að því að halda Hestaþing Sindra síðustu helgina í júní ár hvert eins og tíðkaðist hér á árum áður og hlakkar okkur til að sjá hvernig það tekst til. Þá eigum við einungis eftir að finna vetrarmótunum okkar góðan farveg en við erum opin fyrir öllum tillögum og vangaveltum varðandi þau, góðar hugmyndir eru vel séðar á isbud@simnet.is , í commentum á Facebook síðunni okkar eða bara maður á mann.

p.s. minnum á að undir félagsstarf eru komnar þær dagsettningar sem nefndirnar eru búnar að senda inn vegna starfsins 2017

Með kveðju Mótanefnd hmf Sindra


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 890501
Samtals gestir: 127221
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 01:23:08