Hestamannafélagið Sindri


09.06.2016 00:05

Upplýsingar fyrir knapa á Landsmóti

Kæri formaður,

 Stjórn LH og keppnisnefnd LH hafa eftir íhugun ákveðið að leyfa að sérstök forkeppni fari til reynslu fram upp á þá hönd sem knapar kjósa.  Hingað til hefur hún einungis verið riðin á vinstri hönd sem er ekki í anda gæðingakeppninnar þar sem verið er að leita að besta hestinum og því mega knapar í milliriðlum kjósa upp á hvora hönd þeir ríða og meira að segja snúa við, og í úrslitum eru öll atriði sýnd upp á báðar hendur.

 Því þurfa þeir knapar sem hafa áunnið sér keppnisrétt á Landsmóti nú að tilkynna sínum hestamannafélögum sem skila skráningum til LH, upp á hvora hönd þeir vilja ríða sína sérstöku forkeppni, hægri eða vinstri.

 Það er því mjög áriðandi til að tryggja að allir sitji við sama borð að kanna hjá hverjum knapa, upp á hvora hönd hann vill ríða sérstaka forkeppni á Landsmóti, áður en skráningum er skilað í gegnum Sportfeng.

 Með kveðju / Best regards / Mit freundlichen Grüssen

 Vera VilhjálmsdóttirNafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 890501
Samtals gestir: 127221
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 01:23:08